27.3.2016 | 17:28
Sigmundur sittu kjurr 27.3.16
Siðleysi er ýmsra sæmdarkýr
er situr oft fast á stóli.
Í Sigmundi Davíð seiglan býr,
sukksamur er hans skóli:
Sigmundur á tortóla vildi
tryggja sér draumana,
trúði ei að nokkur skyldi
skyggnast í saumana
en stundum geta örlögin
tekið í taumana.
Það brast á hrunsins kreppa
og bófasafn vildi hann hreppa
til að reisa við framsókn
fengi eitthvað bjargað því
og moka aðeins fulla flórinn
sem fékk Halldór safnað í.
Allir virðast skálkar hér
siðleysi og glæpum tjalda
er seilast hér sem nokkru
nemur, til valda
og hví ætti nú Simundur
frekar en allir hinir
í einhverju fá að gjalda?
Þingmenn hér hafa hingað til
getað haldið sínu starfi
og otað að vild sínum tota
í hinu opinbera kerfi
þrátt fyrir svæsna dóma
siðleysis- og mannréttarbrota.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 31964
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.