Haffi skrifaði mér - Handónýtt skattkerfi 1.4.16

Hvernig ma það vera að eignir ríkisins séu seldar í lokuðu ferli? Það segir sig sjálft að þar eru menn að koma undan eignum til sín og sinna vandamanna. Svona lagað ætti að vera alvarlegt lögbrot og fangelsisvist ætti að liggja að baki slíkra athafna. Einnig ætti að leggja niður Fjármálaeftirlitið, það gerði ekkert gagn fyrir hrun og er enn að gera ógagn og kostar Ríkisjóð hundruð milljóna/milljarða á ári.

Aldrei læra forráðamenn/þingmenn á fyrri reynslu og eða af reynslu annara þjóða. Við virðumst vera svo miklir molbúa menn að þurfa að finna upp hjólið í hvert sinn...

Frábært ef skattaskjól eru allt í einu orðin lögleg, þ.e.a.s. Að þar séu menn ekkert endilega að svíkja undan skatti, en séu samt að borga lægri skatta ,,löglega" frekar en að geyma féð hér heima.

Nú eru sömu menn að láta elta uppi smá skattsvikara á Íslandi, fólk sem er að reyna að ná endum saman og gerir það allt hér heima.

Ég held að nú sé rétti tíminn fyrir venjuleg fyrirtæki að opna reikninga á Jómfrúar eyjunum og borga þar lægri en löglega skatta og þurfa þá ekki að láta taka sig í bólinu hér heima fyrir vegna skatta undanskota.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 31964

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband