5.4.2016 | 01:15
Siðleysið ríður í rassa 4.4.16 - Haffi sendi línur
Siðblinda er ólæknanleg og þeir sem þjást af þessum sjúkdómi hafa aldrei gert ,,neitt rangt" og þess vegna skilja þeir sem sitja nú á kvíjabryggju ekkert í því hvers vegna þeir eru látnir dúsa þar..
Siðleysi íslenskra stjórnvalda virðast engin takmörk sett, nú er komið á daginn að helstu stjórnmálamenn landsins eiga og reka umfangsmikil fyrirtæki og Viðskipti í gegnum aflandsfélög og skattaskjól.
Siðleysi og siðblinda (ólæknanleg)
Og er ekki skammarlegt fyrir okkur Íslendinga að ,,þjóðin" er sögð eigandi að Landsbankanum? Sem er einn stærsti eigandi hans og hefur staðið fyrir stofnun aflandsfélaga í skattaskjólum fyrir þá sem eiga peninga sína.
Á meðan almenningur er píndur til hins ýtrasta til greiðslu skatta og vsk. Nær hefði verið að vsk væri flatur 10-15% og tekjuskattur jafn við fjármagnstekjuskattinn, þá væru menn ekki að reyna að koma milljörðum undan og svíkja undan skatti.
Gott að sjá að það eru stjórnmálamenn sem eru að stunda þessi Viðskipti og gaman verður að sjá hvort þessir menn fái sýnar sektir og fangelsisdóma eins og hver annar meðaljón. Eiga ekki allir að setja við sama borð?
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 31964
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.