7.4.2016 | 14:21
Haffi skrifar - Fjármælaglæpir borga sig 7.4.16
Vona að íslenskir kjósendur þori að breyta til i næstu kosningum og kjósi allt annað en fjórflokkinn annars verða engar breytingar í þessu þjóðfélagi.
Ég held við ættum að spyrja frambjóðendur komandi ríkistjórnar hvort þeir ættli að skila ránsfengnum til almennings komist þeir til valda? Ránsfengur er það fé sem bankarnir komu undan korter fyrir hrun á genginu c.a. kr:95 og fengu stuttu síðar allt að þrefalt meira fyrir þannig að þegar þeir komu með hluta af ránsfengnum heim og fengu líka verðlaun frá Seðlabankanum í viðbót við að fá þrefalt fleiri íslenskar krónur en þeir fóru með út. Og keyptu upp fyrirtæki og Fasteignir á niðursettu verði og fengu þannig þessar eignir ókeypis.
Og nú sitjum við almenningur uppi með fasteignaverð sem nánast enginn venjulegur verkamaður ræður við allt vegna þess að fjöldin allur af ránsfénu bjó til þessa botnlausu verðhækkanir á fasteignamarkaði sem engan enda ætlar að taka, enda eru þessir menn að fá eignirnar ókeypis, eða þannig lít ég á það þegar þú ferð út með 10milljónir og kemur með þær heim nokkrum vikum síðar og færð 30milljonir + verðlaun frá Seðlabankanum allt að 10-15millj í viðbót. Já fjármálaglæpir í tugum og eða hundruðum milljóna margborgar sig hér á landi. Engar refsingar, bara skipta um stellingu og brosa;)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 31964
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.