Er ríkisskattstjóri í liði þeirra á Panamaeyjum? - Haffi skrifar mér 9.4.16

Nu ræðst Ríkisskattstjori á fréttamanninn okkar sem kom upp um stæðstu skattsvik íslandsögunnar og ætlar með lögleggluvaldi ef með þarf að ná öllum gögnum af honum svo hægt sé að fela þau svo ekki komist upp um þá háu herra sem þar leynast.

Sýnir þetta ekki enn og aftur fyrir hvern íslenskt hagkerfi er? Skattar og vsk eru ætluð almennum borgurum og fangelsin ætluð þeim einnig og að greiða sína skatta, en hin þjóðin á að fá allt frítt og sokkabönd ef þeir fá fangelsisdóm, sem gerist þó sjaldan.

Okkar fréttamaður ætti hins vegar að fá Fálkaorðuna fyrir svo öflugt og vel unnið starf. Nú er lag að fylkja liði heim til ríkisskattstjóra og henda í hann bönunum, eggjum og öllu því sem hann á skilið þangað til hann lætur af þessum ofsóknum í garð þess sem kemur upp um stæðstu skattsvik íslandsögunnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enginn hefur bent á nein skattsvik. Það eru ekki skattsvik að eiga félag í skattaskjóli.

Ufsi (IP-tala skráð) 10.4.2016 kl. 19:17

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vá. Þetta slær öll met í rugli. Ef maðurinn liggur á upplýsingum um einstaklinga í skattaskjóli og gefur aðeins upp handvalda einstaklinga, er þá ekki sjálfsagt og eðlilegt að skattayfirvöld vilji komast í þessar upplýsingar? Það er jú hlutverk þeirra að ljóstra upp um skattsvik fyrst og fremst.

Þú ert kannski hlynntur því að sumir fái grið fyrir skattinum en aðrir ekki? 

Í öllum kjaftavaðlinum um þessi mál þá hlýtur þú kjaftask mánaðarins. Til hamingju með það. Þú ert vel að verðlaununum kominn.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2016 kl. 19:59

3 Smámynd: Einar Sigfússon

Þakka inngripið...

Einar Sigfússon, 17.4.2016 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 31964

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband