13.4.2016 | 09:55
Þvottur & Aflandsfélög - Haffi skrifar 13.4.16
Fyrir hrun 1milljarður fluttur til Landsbankanns í Lúxemburg, nokkrum vikum síðar var þessi 1milljarður orðin 3milljarðar vegna falls krónunnar, svo koma aftur heim 2milljarðar sem urðu að 3milljörðum í boði Seðlabankanns ( verðlaun í boði fyrir að koma með ránsfenginn aftur heim) fyrsti milljarðurinn sem fluttur var til Tortola þar sem hann er þveginn í gegnum fasteignafélag sem er ekki lengur til, þar sem það fór á hausinn og 1milljarðurinn vel þveginn og geymdur til fjárfestinga erlendis.
Já þetta er fólkið sem gengur nú um götur Reykjavíkur með sokkabönd í boði fangelsisyfirvalda um ökklann og brosir framan í þig;)
Nema hvað þeir fluttu ekki út einn milljarð heldur þúsundir milljarða, ekki skrítið að þeir eigi eða búi allir í vernduðum millasamfélögum í t.d. London þar sem ein íbúð kostar marga milljarða og verndin (húsfélags gjaldið) margar milljónir á ári. Og núna eiga þessir sömu menn fjöldan allan af fyrirtækjum og fasteignablokkir sem þeir keyptu með ránsfénu og hefur valdið þessum rosa hækkunum á fasteignamarkaði sem raun ber vitni.
Hvenær ætlar einhver stjórnmálaflokkur að taka á þessum mönnum og láta þá skila einhverju til baka?
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 31964
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aldrei, við vorum með löggjöf sem gerði þetta löglegt og því eru þetta ekki eignir sem hægt er að taka af þeim.
Gústi (IP-tala skráð) 13.4.2016 kl. 11:25
Þakka inngripið...
Einar Sigfússon, 17.4.2016 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.