- Rúnt eftir rúnt þeir megna að mjaka sér 21.4.16

Ætli fólk sé svo grænt yfirleitt að hrunjöxlunum hafi tekist að sannfæra það um að þeir hafi tapað öllu sínu fé og fá það þannig til að vorkenna sér takmarkalaust?

Nýjustu upplýsingar sem lekið hafa úr leyndinni og skattaskjólunum á Panama, Tortóla og víðar sambærilegu ættu að geta leiðrétt marga eitthvað sem svo hafa hugsað.

Mér skilst helst að bankar, tryggingafélög og fyrirtækin flest með auraráðin hafi verið mergsogin innanfrá til þessarra leynistaða og látin þau svo fara á hausinn eftir flutninga fjárins sem voru oftast bara tölur á blaði, stað úr stað til að hylja slóðir sínar.

Og að svo streymi þeir þaðan inní landið til fjárfestinga á ný og að lítið eða ekkert hafi gerst í kerfinu til að hindra að svona geti þetta gengið rúnt eftir rúnt.. og nýtt hrun skollið á hvenær sem er...

Og þetta tel ég allavega ekki vitlausari kenningar en að trúa á sjálfstæðis- og framsóknarflokkinn- og Fjórflokkinn yfir höfuð til eitthvað betri hátta en verið hefur.. eða að finnast bara allt í lagi hvernig þeirra fulltrúar hafa hagað sér hingað til...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 31964

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband