Það er erfitt að berjast við skuggann sinn 21.5.16

Nú keppast fjórir samfylkingarmenn um formennsku í flokknum og um tillögur til úrbóta á slöku fylgi hans. Ein tillagan er að byggja nýjan flokk upp af rústunum af honum ef svo mætti segja.

Það er varla létt verk að vinna traust kjósenda til að endurreisa jafnaðarmannaflokk af því sama fólki og búið er að sýna af sér víðast hvar í ríkisstjórn enn meiri misskiptingu varðandi kjör landsmanna en fyrir voru og ætla ég þó að bágstöddum hafi þótt nóg um og síst á það bætandi.

Ef við rifjum aðeins upp kosningarloforð samfylkingarinnar áður en hún komst til valda þá hljóðuðu þau á þá leið að standa vörð um kjör öryrkja og aldraðra og reisa skjaldborg um heimilin.

En raunin varð önnur. Þeirra fyrstu verk voru hið gagnstæða að skerða smánar laun þeirra og hlaða umdir auðvaldið á þeirra kostnað.

Samfylkingin jafnt sem vinstri grænir köstuðu af sér öllum trúverðugleika með því að virða lítils eða einskis eða fara þvert á móti góðum hugsjónum sínum. Svona pólitík er því miður víða ráðandi og ég vil kalla hana sora mannlífsins... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Samfó skylur ekki af hverju fylgið er nánast orðið að engu en það má kanski benda á eftirfarandi ástæður:

1. Reykjavíkurborg er að hruni komin og hverjir stjórna þar? Samfó.

2. Eins og pistilhöfundur réttilega bendir, á hverjir sviku loforðið að setja upp skjaldborg fyrir heimili landsins, öryrkja og aldraða borgara landsins? Samfó.

3. Hverjir vilja selja fullveldi Íslands fyrir fáeinar evrur? Samfó.

4. Hverjir vilja hafa opin landamæri og láta útlendinga fá hærri styrkji en öryrkjar og aldraðir fá? Samfó.

Svona mætti lengi telja og til að kóróna alla vitleysuna þá er einn af formannsframbjóðendum Samfó að predika fyrir jafnaðarmannastefnu, þetta er maður sem lifir eins og auðkýfingur, býr í dýru húsnæði í Skerjarfirði og er að byggja 250 milljóna einbýlishús. 

Sama gamla góða sagan; sumir eru jafnari en aðrir.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 21.5.2016 kl. 20:48

2 Smámynd: Einar Sigfússon

Dásamlrg samantekt Jóhann og takk fyrir póstinn...

Einar Sigfússon, 21.5.2016 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 31964

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband