4.6.2016 | 23:28
Nýr formaður samfylkingar 4.6.16
Hverju ætli nýtt andlit í samfylkingunni geti nú fengið áorkað til meiri lyga og þvættings um jafnaðað í samfélaginu sem engin meining er að standa nokkurntíman við frekar en gert var er vinstri menn komust í stjórn eða þá oft miklu frekar að ég segja vil þvert á móti sínum stefnuskrám sem þeir báru fram fyrir kjósendur.
Einn formannsframbjóðandanna hafði þó það vit og heiðarleik í orðræðu að vilja leggja niður flokkinn og byggja upp að nýju en fékk auðvitað ekki fylgi til þess.
Mikið getur þetta sama svikalið að mestu leiti enn og var fyrir síðustu kosningar verið treglega gefið að skilja ekki enn að þegar orð þeirra og athafnir fóru ekki saman í vinstri stjórninni þá glötuðu þau öllum trúverðugleika sem fulltrúar almúgans.
Ég tel þá þó enn verr gefna sem vilja kjósa þá í trausti þess að þeir muni eða geti bætt ráð sitt ef þeir fái bara enn eitt tækifærið til þess. Nei, setjið ekki traust ykkar á samfylkinguna. Kjóstu aldrei flokk sem hefur svikið þig einu sinni, hann mun örugglega gera það aftur fái hann tækifæri til þess...
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.