13.6.2016 | 06:56
Forsetaframboðið 13.6.16
Einn forsetaframbjóðandanna hefur sópað að sér meiru fylgi en hinir. Það er Guðni Th Jóhanesson. Hvað skyldi hann hafa meira upp á að bjóða en hinir?
Jú, hann er frekar hávaxin og fríður maður og myndi sópa af honum á velli með öðrum þjóðarleiðtogum í heiminum, svo tel ég vera en er það okkur nóg? Hann er líka vel máli farinn en hvað skyldi hann aðallega hafa að segja?
Það markverðasta virðist mér helst það að alþingismenn séu kjörnir af fólkinu sem fulltrúar þess og þeir eigi að ríkja og ráða lögum og lofum í landinu.
Mér finnst hreint ótrúlegt en þó ekki nema eftir öðru í heimsku fólks við að kjósa sér forseta að gleypa við manni með þessa sýn á þarfir þjóðfélagsins.
Ég tel það slæma reynslu til fjölda forseta til fjölda ára að þeir sem ekki hafa viljað vísa hinum meira og minna annarra hagsmunamálum en alþýðunnar til þjóðarinnar hafa unnið landi og þjóð margvíslega og oft hroðalega bölvun.
En dásemdin mest til þjóðarleiðtoga mun þó mörgum þykja Davíð, gamli stríðsforinginn, margdæmdur fyrir siðleysi og mannréttindabrot á öryrkjum:
Eðlið segir til sín
Það hefur aldrei spaugað að svívirðunnar eðli
og siðleysi kjánanna er gleypa það hrátt.
Það er afstætt með kærleik á kosningarbleðli
að krossa við bófa sem leika menn grátt.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.