Haffi sendi línur- Húsnæðisvandi unga fólksins 13.7.16

Þessi vandi verður best leystur með þvi að láta lífeyrissjóðina byggja þúsundir litilla og meðalsórra íbúða og leigja á kostnaðarverði til félagsmanna, hvort heldur sem þeir eru á vanskilaskrá eða gjaldþrota. Ég tel þetta líka bestu fjárfestingu fyrir lífeyrissjóðina þar sem þeir eignast blokkirnar á 30-40árum. En tapa ekki milljörðum á loftbólu viðskiptum með hlutabréf. Banna ætti lífeyrissjóðunum að leika sér með fé almennings eins og gert hefur verið frá stofnun þessara sjóða og skikka þá frekar til að byggja og leigja sínum félagsmönnum.

Lagabreytingar varðandi byggingarreglugerðar eins og ungir Sjálfstæðismenn leggja til, breytir engu fyrir leigjendurna, hækkar bara profitið til byggingaraðilans og eða eiganda eignarinnar.

Hækkun vaxtabóta er algjörlega út af kortinu, þar er bara verið að hvetja bankana til að hækka vexti svo leigjendur og lántakendur geti fengið vaxtavætur frá ríkinu. Hvenær ætlar ríkið að hætta að styrkja þá sem mest hafa milli handanna? Bankana, Útgerðina og einstaka bændur, en ekki aðra.

Nú eru liðin eitt hundrað ár í þessu volæði, þar sem almenningur hefur þurft að horfa uppá eignir sínar og fjármuni fuðra upp í endalausum gengisfellingum, vaxtaokri, verðtryggingu og verðbólgubáli.  Og gengi íslensku krónunnar fallið meira en 2200% enginn gjaldmiðill á þessari plánetu hérna í Scandinavíu hefur fallið meira en kannski 100% á sama tíma.

Á þetta að halda svona áfram? Gott að fá að vita það svo maður geti tekið sínar ákvarðanir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einar. Auðvitað á að skikka lífeyrissjóði til að standa við það að veita fólki áhyggjulaust ævikvöld.

Það er reyndar ólöglöglegt að skylda fólk til að vera í lífeyrissjóði með tilheyrandi skattpíningu, svikum og ránum.

Undarlegt að lögfræðingar með samvisku og siðmenntað hugarfar geti varið ólöglega rányrkju lífeyrissjóða og banka? Ekki má gleyma að minna á sýslumanns-stofnana-meðvirkni í bankaránunum ólöglegu.

Lögfræðingar halda samt banka/dómstóla-samþykktum starfsleyfum sínum, til að brjóta niður grunnstoðir samfélagsins, sem eru fjölskyldurnar, litlu fyrirtækin, og heimilin.

?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.7.2016 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband