26.7.2016 | 11:52
Opið bréf til forsætisráðherra 18.12.15, endurbloggað 26.7.16
Góðan daginn Sigmundur,
þú ætlar að reynast mér öldruðum öryrkja lítið eða ekkert betur en vinstri stjórnin sáluga er lét sitt fyrsta verk, á stjórnarsetrinu vera að skerða laun mín, þótt viðurkennt væri fyrir að þau dygðu ekkert nærri því til nauðþurfta og greiddi það svo ekki til baka þótt öllum hálaunamönnum væri svo gert.
Það hefur þú og þin ríkisstjórn ekki heldur gert og samkvæmt upplýsingum í sjónvarpi nemur það nú 60 þúsundum á mánuði sem vantar á kaupið mitt.
Nú er ég níddur eina ferðina enn með að fá ekki launahækkanir til samræmis við aðra launahópa í landinu, þrátt fyrir að lög mæli svo fyrir og ég bara spyr: er ekki komið nóg af svona stjórnarháttum og er ekki komið nóg af þér í forustu slíkra níðmála?
Ég kveð þig og ákalla almættið um að láta því linna að sami maður geti nítt mig svo hroðalega og lengi án þess að nokkur fái þar tekið í taumana.
Ég ákalla almættið 18.12.15
Sitthvað hafa menn fram að færa,
fróðleikinn misjafnt að ber.
Fjórflokkurinn er fjandans óværa
er fæst illa losuð af sér.
Vel fór af stað og virti menn snauða,
vann þá að réttlæti ei til að halla.
Má hann nú fátæka merja til nauða,
megi almættið feigð honum kalla.
Af öllum sögum eitt má það læra
að afskiptin kalla að hér.
Fjórflokkurinn er fjandans óværa
er fá vil ég drepna af mér.
Megi forsjónin best okkur bera
þá betri kunna stjórnarsið
og hausa þeim hraðast af skera,
heitum sínum bregða oss við.
Einar Sigfússon.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.