7.9.2016 | 17:22
Haffi skrifar mér - Hversu oft þarf að taka þig í ....?
Hvenær ætlar íslenskur almenningur að skilja það að engin ríkistjórn hvorki fyrr né síðar mun ráða við íslensku krónuna þ.e.a.s. stöðuleika til framtíðar þannig að hægt sé að lækka vexti og afnema verðtrygginguna.
Það verður aldrei hægt með þennan gjaldmiðil þar sem nú er enn og aftur farið að tala um að íslenska krónan sé allt of há þ.e.a.s. fyrir útgerðina og ferðaþjónustuna og hvað gera menn þá? jú eins og alltaf hefur verið gert undanfarin hundrað ár, fella krónuna á kostnað almennings.
Er þetta það sem íslenskur almenningur ætlar að sætta sig við allt sitt líf? er ekki nóg komið? væri ekki nær að vera með stöðugan alvöru gjaldmiðil þannig að við tökum þá öll á okkur byrgðarnar en ekki almenningur.
Það er nefninlega svo að Elíta landsins er nú á fullu að losa sig við eignir og hlutabréf í þessu landi til að forða peningunum til útlanda í örugt skjól fyrir næstu gengisfellingu sem er yfirvofandi og þess vegna getur Seðlabankinn ekki lækkað vexti, því hann er að búa í haginn fyrir næstu sveiflu gjaldmiðilsinns.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.