Í dag stóð til prófkjör hjá Samfylkingunni 9.9.16

Þar takast á eldi stórjaxlar í flokknum og aðrir sem vilja komast að og bæta ástandið og gera betur en þeir hafa verið að gera í flokki sem hefur í framkvæmd snúið jafnaðarstefnunni á haus þótt hann kenni sig við hana.

Þar kemur t.d. til leiksins Margrét Tryggvadóttir sem ég trúi að eftir fyrri störf í pólitík efist engin um að muni láta gott af sér leiða komist hún í aðstöðu til þess en það er að gera það ekki sem svift hefur Samfylkinguna nær öllu trausti og vonum sem gerðar voru til hennar og svo rækilega að ég tel hana ekki eiga viðreisnarvon og að best væri ef flokkurinn eyddist alveg af þingi.

En af hverju fólk leitast svo mjög við að endurkjósa stöðugt gamla fanta og svikara á Alþingi sem búnir eru að marg svívirða það og níða niður í skítinn í stað þess að vinna alþýðu manna til góða sem allir flokkar er í stjórn hafa komist hafa haft á hrakhólum er þeir hafa fengið aðstöðu til úbóta, það mun sjálfsagt fleirum en mér erfitt að skilja. Skildi fólk svona fljótt að gleyma?

Hugleiðum svik þeirra 9.9.16

Flókin er pólitík og hugsun þar hál,

hugleiðum svik þeirra er lengstan náðu.

Hver kýs þá Össur og Árna Pál

er öryrkja og aldraða níddu og smáðu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband