Já, Pírata tel ég nú setja niður margar keilur 18.10.16

Ég held að Píratar slái sér mjög upp með því framlagi að fara fram á skýr svör stjórnarandstöðuflokka fyrir kosningar og vona svo sannarlega að þeir sem hugsað hafa til þess að veðja á að Viðreisn, Vinstri grænir og Björt framtíð leiði þá til betri vega leggi freka Pírötum til atkvæði sín í staðin, vegna þess að þeir sýna sig á svo afgerandi hátt í því að gera gagngerar kerfisbreytingar og herja á spillinguna en ekkert mun nauðsynlegra en það til að bæta hag almennings.

Látum bara amlóðana draga lappirnar og vaða sinn reyk eins og þeir hafa svo lengi gert en veitum þeim ekki umboð til þess með atkvæðum okkar. En ég segi bara sorri Píratar þið hafið a.m.k. tvisvar sinnum tekið þátt í að níðast á mér og að ég tel brjóta svívirðilega á mér mannréttindi algjörlega að óþörfu og ég kýs ykkur ekki þrátt fyrir þetta góða framlag ykkar því þið hafið fyrirgert trausti mínu með þátttöku ykkar í níði á aumingjum.

Ég ætla að kjósa þann flokk sem vill vinna fyrir mig sérstaklega og þá bágstöddustu í svipaðri aðstöðu og ég í þjóðfélaginu sem ég ætla að séu öryrkjar og aldraðir og það er Flokkur fólksins. Ég hvet alla í svipaðri aðstöðu að gera slíkt hið sama, hvort sem hann kemst á þing eður ei þá skulum við gera okkar ítrasta til þess að svo verði:

Stígur hún við stokkinn,

stendur spunarokkinn.

Píratarnir prjóna fit,

passapíkum ógnar strit,

lengja litla sokkinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband