10.11.2016 | 17:52
Memori af Fésbók 10.11.16
10. nóvember 2010 kl. 07:29 ·
Allir eru einstakir 8.11.10
Í veröldinni er margt til meins
en margt til stórra bóta.
- Lán er að hafa ei alla eins
ef til vill bara ljóta.
Einar Sigfússon
10. nóvember 2012 kl. 18:31 ·
Vellystingar 10.11.12
Gott er að vera vellukkaður
vínið kneifa seint og fyrst.
- Oft til kosta aumur maður
ekki á mikla sæluvist.
Einar Sigfússon
10. nóvember 2010 kl. 23:23 ·
Gerði aths. við færslu Mörtu minnar:
Ýmsum sýndi hún undir stert
afrek þó mörg færu leynt.
Oft hefur Marta góðverk gert
og geta mun því hætta seint.
Einar Sigfússon
10. nóvember 2011 kl. 16:10 ·
Að láta sér ei leiðast 8.11.11
Það er kúnst að láta sér ei leiðast
á lífsins vegi hvert sem ber um álfur.
Ætla ég þér yndið verði greiðast
ef þú ert nógu skemmtilegur sjálfur.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.