4.1.2017 | 13:19
Memorís
Að vita sem minnst 3.1.14
Um ævina hefi ég svo ýmsu kynnst
og orð mín ég tel með sanni
- Það er ekki vont að vita sem minnst
þá vefst það ei fyrir manni.
Ástin flá 4.1.14
Mörg er ástin æði flá,
áttum marga sonu,
þótti verst er fór mér frá
fyrir aðra konu.
Á horriminni 3.1.13
Horrimin er háttum nær,
hart að mörgum sverfur.
Alþingi er hún einkar kær
ei þeim gæskan hverfur.
Karlinn sagði sjáðu sko:
- Sáttir vel sér hegða,
það er vandinn víst er svo
að vill því út af bregða.
Á hér lítill enga vernd?
Andakt síðan stundi:
- Það er raun að vera
með réttlætiskennd
og riðið eins og hundi.
Gróðahyskið ,,gradólera,
grafir blasa öðrum hér.
Þeir sem enga ábyrgð bera
allt þeir mega leyfa sér.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.