5.2.2017 | 03:47
Fullkomnunarárátta 5.2.17
Fullkomnunarárátta fjandans er kvæ
er freistar svo mörgum lúðum.
Faðir minn hamraði mér heilræðið æ,
heldur að láta vaða á súðum.
Fullkomnun 5.2.17
Fullkomnun mín er færri því sterk,
faðir minn upprætti hana.
Þeir koma yfirleitt ei miklu í verk
sem eiga hana fyrir vana.
Varúð vinir góðir 5.2.17
Þið skulið vinir vara ykkur á því
vandamál það er að ég tel.
Fulllkomnunaráráttan felst því í
að fá aldrei gert nógu vel.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.