8.2.2017 | 12:06
Haffi skrifar - Stöndum fyrir söfnun fyrir útgerðarmenn svo þeir ekki fari á hausinn
Sjómenn segja það kosti útgerðina 3 milljarða að láta eftir öllum kröfum þeirra, en Ûtgerðin segir það kosta 4 milljarða! En hvað er það fyrir þessa aðila sem segjast vera búnir að tapa öllum mörkuðum og tapa tugum milljarða á verkfallinu að geta þa ekki samið? Nei útgerðin er ekki að tapa neinu, ef hún getur ekki séð af 1 milljarði þ.e.a.s. Hver útgerð, þær eru nú ekki nema 4 í landinu ( HP Grandi, Vísir, Vestmannaeyjar & Samherji) hver og ein hefur skilað um og yfir 80 milljörðum í arðgreiðslur til eigenda sinna á ári allt frá hruni, og segjast svo ekki geta samið við sjómenn og ætlast til að ríkið komi og reddi málunum. Er ekki nóg komið af arðráni útgerðarinnar með þunnri fjármögnun og skatta undanskotum að þeir ættli ekki okkur skattgreiðendum lika að bæta kjör sjómanna. Þetta minnir mjög á tilboð HP Granda þarna um árið þegar þeir buðu fiskverkakonunum uppá ís fyrir vel unnin störf!
Engin annar atvinnuvegur á Íslandi sem skilar öðrum eins hagnaði til fárra eigenda sinna ár hvert og fær fullan styrk frá ríkinu til þess arna þ.e.a.s. Borgar nánast ekkert fyrir auðlindina, sem verður aftur til þess að allt velferðakerfið í landinu er í molum. Bara til þess að örfáir einstaklingar geti baðað sig í milljörðum sem þeir gætu aldrei eitt þó þeir eyddu kr:1millj á dag...
Svona búum við til fátækt, allt handa mér og ekkert handa hinum.
Íslenskir stjórnmálamenn sama hvar í flokki þeir eru, eru eins og smábörn í leikskóla! Nema hvað smábörnin læra af mistökum sínum, en ekki alþingismenn.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður tárast þegar manni verður hugsað til vesalings hásetanna sem berjast við þessi skrímsli sem þræla þeim út fyrir smáaura. Hvernig nokkur maður getur lifað á 200 þúsundum á dag án þess að fá frítt fæði og afslátt af sköttum er mér óskiljanlegt. Og að ætlast til þess að sjómenn borgi svo auðindfagjald fyrir þann þriðjung auðlindarinnar sem þeir taka til sín er hneiksli.
Vagn (IP-tala skráð) 8.2.2017 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.