Lífið kallar

Sex á hún börnin og sitt með hverjum,

sýnist í víndrykkju kitla hana lostinn.

Messar um kynlíf og mælir með verjum,

metur þó skírlífi albesta kostinn.

 

Nú er hún á lausu að leita að manni,

liggur á netinu og meldar til funda.

Forvitnum vinkonum segir með sanni:

,,sælt er að losna við þessa hunda“!

 

Brostu

Bros okkur sýnir að hjartað er heima,

hlæðu og láttu þig stressinu gleyma.

Lifðu í gleði og lát þig svo dreyma

lystisemdir sem órofa blað

þá hamingju nýturðu á hverjum stað.

 

Vænstu ekki þess sem þú vilt ekki gefa

vertu því gjöfull og stýfðu ekki úr hnefa

Láttu ekki bágstaddan lengi eftir leita

leggðu þig fram svo megi eitthvað heita

en vandi er velboðnu að neita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband