14.2.2017 | 07:11
Lífið kallar
Sex á hún börnin og sitt með hverjum,
sýnist í víndrykkju kitla hana lostinn.
Messar um kynlíf og mælir með verjum,
metur þó skírlífi albesta kostinn.
Nú er hún á lausu að leita að manni,
liggur á netinu og meldar til funda.
Forvitnum vinkonum segir með sanni:
,,sælt er að losna við þessa hunda!
Brostu
Bros okkur sýnir að hjartað er heima,
hlæðu og láttu þig stressinu gleyma.
Lifðu í gleði og lát þig svo dreyma
lystisemdir sem órofa blað
þá hamingju nýturðu á hverjum stað.
Vænstu ekki þess sem þú vilt ekki gefa
vertu því gjöfull og stýfðu ekki úr hnefa
Láttu ekki bágstaddan lengi eftir leita
leggðu þig fram svo megi eitthvað heita
en vandi er velboðnu að neita.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.