15.3.2017 | 02:26
Ást á byrjunarreit 15.3.17
Ekki þurfti hún
kvarta undan megurð,
ekki var hún heldur
of feit,
hún var sem opinberun,
það sá ég er á hana leit,
- já, hún var kjaftfull
af fegurð,
meðan ástin var á
byrjunarreit.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ástin, blessuð, á byrjunarreit
byrjar jafnan vel,
en óðara en þessi af henni leit,
hana auga kom á velvaxna geit,
og af því að hún var svo ofurheit,
hann einn fór með henni´upp í sel,
en hvað út úr því kom, víst enginn veit,
enda þá komin í framandi sveit,
en hermt er að brugðu þau búi í haust
eftir basl og sýsl og strit endalaust,
en ástin þó söm við sig:
"Já, seisei, enn elska ég þig!"
Jón Valur Jensson, 15.3.2017 kl. 03:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.