Örlagaleiðir 8.1.18

Á hvern ætti ég frekar að splæsa

dýru ljóði dagsins

en dásamlega vinkonu

sem huga mínum er nær.

Þótt engin eigi það sérstök dama

er ég þó að vona

hún taki viljan fyrir verkið

sú vinan mín kær:

 

Ég hef elskað þig í botn frá fyrstu stundu

og fegurð þína ég geymi í minnjasjóð.

en örlögin okkar leiðir ekki saman bundu,

alltaf þó ég vona þú rekir á mína slóð.

 

Krydd í tilveruna 8.1.18

Enginn er nokkru sinni

eins og að þú heldur,

afglapa sinna geldur

margur þúsundfalt.

Það er slæmt að vera

öfgum ofurseldur

og vanta mjög í líf sitt

pipar bæði og salt.

 

Ástarneisti 8.1.18 

Man ég þann fund

er ég mælt´ana fyrst

af meyjunni fékk ég

virðinguna reista.

Mig óraði þá fyrir

einhverja á lund

að ást í mínu brjósti

fengið hefði neista.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 31723

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband