Eins og gengur!!! Smásaga dagsins 9.1.18

Gamli maðurinn dró vinalega til sín stúlkuna þegar hann heilsaði henni með handabandi. Ætlaði að kyssa hana á kinnina eins og hann hafði ætíð gert síðan hún var á unglingsaldri Hún kippti snögglega hendinni að sér eins og hún hefði brennt sig á glóandi járni og sagði, ég vil ekkert kangs frá karlmönnum!!!

Hann frétti síðar að hún hefði fengið taugaáfall í illa heppnuðu einkalífi sínu. Hún hafði átt úrvals mann sem lék við lundarfar hennar á alla kanta en í geðslagi þótti hún nokkuð mikil fyrir sér.

Hún kynntist spennandi manni á ferðalagi, fráskildum og drykkfelldum og ást hennar til hans blossaði upp. Hún var þá ekkert að tvínóna við framhaldið, skildi við eiginmanninn þegar er hún kom heim og flutti til hins og þau stofnuðu hamingjusamt heimili en samvistum þeirra síðan lauk með smelli eins og gengur.

Ekki er sagan mín lengri en þetta en í annarri sögu sem ég kann, ekki mjög ólíkri þessarri segir á þessa leið: - Adam var ekki lengi í Paradís og sagði ekki sléttar sínar farir en er á meðan er og varir á meðan varir! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband