1.4.2018 | 04:35
Skúraskyn 31.3.18
Til hvers þarf maður
að vera að eiga vini?
vert er að leggja
hugann að því.
Skyldu þeir ei líkir
því skúraskyni
er skín á okkar velferð
heiminum í?
Mánaðaruppgjör 1.4.18
Mánuðurinn kemur illa út
ekki er því að leyna
en ei ég leggst í sorg og sút
sitthvað má til reyna.
Berja taka í brestina,
bófahátt hvergi trega
Guð sér svo um restina
segi ég mannalega.
Stattu þig svo 1.4.18
Að þú sért frekar heill enn hálfur
í hugsun er sýpurðu kálið,
það er þetta að standa sig sjálfur
sem er heila og stóra málið.
Tætingur 1.4.18
Margt vill fara á tundur og tjá,
sem tunna er brotnar á velli
og ekki er gott við öllu að sjá
ýmislegt skeður með hvelli.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.