Elli heitinn, minning 5.4.18

Fyrr á árum en þó í minni tíð en ég er 75 ára, bjó maður í Neskaupstað sem fluttist þangað frá Mjóafirði sem var kallaður Elli heitinn. Viðurnefnið ku hann hafa fengið af því að einu sinni leið yfir hann. Hann er sagður þá hafa verið staddur út á Bakkabökkum. Ekki segir sagan af því hve öngvitið stóð lengi en hann sagði svo tíðindin að hann hefði fengið snert af bráðkveddu. Elli var mjög sterkur maður. Haukur bróðir hans sem var sterkur líka, sagði mér að Elli tæki fullum fetum 200 lítra bensíntunnur á löggunum ofan af bílpalli í fangið og labbaði með þær hvert sem væri til að setja niður. Haukur sagðist líka taka tunnur niður á þennan hátt án þess að láta þær detta. Móðir þeirra var sögð hafa tekið 200 punda mjölpoka undir hvora hendi úr bátnum þeirra og labbað með þá á hálu fjörugrjótinu eins og fara gerðist. En 200 punda poki sem kallað var er sama og 100 kíló og undir hvora hendi, geri aðrir betur…

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Man eftir einum á Vopnafirði sem hafði þetta viðurnefni. Einar heitinn hét hann. Það var áfengið sem fór svona í hann.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.4.2018 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband