Það má margt finna sér til ósamlyndis! Minningarbrot úr borgarlífi 5.1.19

Fyrir nokkuð mörgum árum er ég heimsótti Reykjavík, slæddist ég með sonum mínum a.m.k. tveim er þar bjuggu í kynningarleiðangur á íbúð upp í Breiðholti sem þeir höfðu í hyggju að kaupa. 
Þeir vissu hana til sölu vegna skilnaðar ungra hjóna sem þar bjuggu en heimilisfaðirinn var okkur góðkunnugur frá Norðfirði, hið mesta ljúf- og prúðmenni í hvívetna að því besta er við vissum.
Svo hittist á að frúin var heima með 2 börn þeirra hjóna að mig minnir en maðurinn í vinnu sinni en kom þó aðeins heim er við höfðum skoðað íbúðina og vorum að fara.
Það sem mér er minnisstæðast við þessa heimsókn er þegar tal mitt snérist að því hvað hefði orðið þeim unga fólkinu svo mjög til armæðu að þau hefðu ákveðið að slíta sambandinu með tvö ungbörn á framfæri sínu.
- Oft veltir lítil þúfa stóru hlassi segir máltækið og svo skildist mér að hafi verið í þetta skipti. Þegar frúin fór út og heimilsfaðirinn passaði börnin þá tíndi hann ekki dótið upp eftir þau jafnóðum eins og hún gerði þegar hún passaði þau.
- Að þessum orðum sögðum varð mér litið á eldhúsinnréttingunsa sem var á söklum um nær allt eldhúsið og gat ekki á mér setið að skjóta inn athugasemd við þessu.
- Hefði ég verið í hans hlutverði hefði ég bara ruskað dótinu með tánni undir innréttinguna og málið verið leist, sagði ég.
Við þau orð mín fannst mér sem frúin tútnaði öll út og minn skilningur ykist að mun á málavöxtunum er höfðu verið þar í gangi, er hún svaraði mér mjög hvatskeytslega og full af æsingi: - Þá hefði ég sko látið þig sleikja það upp!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 31723

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband