7.5.2022 | 14:27
Minningarbrot 2.5.22
Það þarf víst enginn að efast um það
að ei á sá gott sem eineltið hrellir.
Í minni sveit ók einn unglingur í hlað:
- pabbi er á leiðinni og þig rassskellir.
Blessuðu barninu blandaði hann í leik
bera þar augum móttökur við kauða.
Það er sumum yndi að vaða sinn reyk
valta yfir granna og reka þá í nauða.
En ekki kom greykallinn heim til mín
hafði þó vit slíku á
að alls væri honum það alveg óvíst
að lifa til að segja því frá.
Síðar kom að honum ósýnileg hönd
og hamraði hann niður í hlaðið.
Þá töldu margir því héldu ekki bönd
að ég hefði bak við það staðið.
En það var nú ekki ég segi ykkur satt
það voru örlög að miðlar mér segja.
En svo fer fyrir mörgum er klifra bratt
þeir hrapa af því til jarðar og deyja.
- Þar með var rembingum vísað á dyr
er ríkt hafði í sveit minni lengi
en hefði kannske mátt vera miklu fyr
farið að kyppa í þá strengi.
- En djöfullinn gaf og djöfullinn tók
tollinn af sínum sveini,
það var sem það væri skrifað á bók
þú varst mér vinurinn eini.
- Að svona þetta færi er margra trú
að tilviljun ein hafi ei ráðið
og fagna munu allir nema hans frú
er fær ei við tárin sín ráðið.
- Ég hringdi í hana og varnaðarorð
veitti er hún virða mætti gjarna.
um ásókn mannsins hennar á mig,
hún skellti á mig bjálfinn sá arna.
En skildi hún ei sælli í ekkjustandi
en á meðan yfir henni vofði
þær ógnir sem fylgja hjónabandi
við ofbeldis brjálaðann mann.
Hvort skipi hann sætið til vinstri
eða hægri við lærimeistara sinn
skiptir nú kannske eigi öllu máli
en fyrirmyndar verður sem sáli.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 31916
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.