Vinstri öflin 16.9.17

Í stjórnarandstöðu eru þau keik

og allt vilja bæta og laga

en ef í stjórnir þau komast á kreik

kreista þau fátæka og naga.

 

Hvenær skyldu þau hollnustu fá

til að hanga á loforðaflaumi?

Þá verður hár margra höfðanna grá

er hægri létu fljóta með straumi.

 

En þeir eru bara verri ef eitthvað er

því allir leitast góðu að trúa

en glepjast ei blekking af bófanna ger

sem bíður sig fátækt að hlúa.


Til stjórnarandstöðunnar 15.9.17

Það á ekki úr að raka

að íhaldsliðið vaði sinn reyk

og vilji af aumingjunum taka

þótt öll sé staða þeirra veik.

Myndirðu treysta þér að taka

taumana og skakka þann leik?


Óttar Proppe reisir sig 15.i9.17

Aumkunnarverð er andans gátt

er ,,íhald“ sig lætur ginna.

Af Óttari að segja er ansi fátt

hann er sig loks að finna.


Ríkisstjórn fallin 14.19.17

Það var orðið lúið liðið,
- leiði af falli þess bót,
Það hefur þjóðinni riðið,
það óx af lyganna rót.

 

Skyldu þeir sem hafa hrópað hæst í stjórnarandstöðunni á Alþingi um fátæt og misrétti nú taka höndum saman og bæta úr ástandinu?


Gestrisni 10.9.17

Það eru oft margir bílar

upp í hans hlaði

og yfirleit er gestunum

þar vel fagnað

en ekki hentar að fjölmenna

á alla staði

ógestristni er víða

og steinn í hjartastað.


Knattleikurinn í algleymi 9.9.17

Það er mikill þurftafengur

þegar í velferð hleypur bólga

en oftast mun þá illa gengur

að menn leiti sökudólga.


Hvað sér sér vesælla

Einar Sigfússon
  1. september 2013 kl. 22:34· 

Það gefur vel af sér að drepa börn 5.9.13
Illsefjaður maður vinnur ódæði með hrað,
æra hans fýkur sem fínmulið skarn.
Það þarf engan speking til að segja til um það
á hvaða stundu barn verður barn
og fyrir líknarstörfin við að brytja þau í spað
fái þeir villt og galið velborgað.


Sirkus frá Garðshorni 6.9.17

Geislar sem af brún og brá,

bestur hesta er innan valla,

fótalyfta í hæðir há,

hann á brekkuna alla.

 

Gamall maður elginn óð,

– heyriði hálsar góðir:

Mættu hestsins genin góð,

ganga á mínar slóðir?

 


Er ekki eitthvað að? 1.9.17

Hún brá sér í búðina

hjá Möllu

og básunaði þar

yfir göllum

en Malla hafði svörin

sín snjöllu:

- þó að ég ei vilji flíka,
eitthvað er að öllu
og öllum,
og eitthvað að hverju
sem er
getur ekki verið líka
að eitthvað sé að þér?

« Fyrri síða

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2017
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband