Fjandsamleg hola 21.7.2017

Ein af dömunum sem sér hér um baðþjónustustuna í Norðfirði kom til mín í gær og tilkynnti mér að ekki væri lengur um þessa þjónustu að ræða og yrði ég annað hvort að koma til þeirra eða fara á hjúkrunarheimili. Ég hef kynnt mér að þetta er alveg skýlaust brot á lögum og reglugerðum þeim sem eru í gildi í landinu en það er nú svo með það að illt er að eiga við þá sem ekki kunna að skammast sín hvernig sem þeir haga sér gagnvart skjólstæðingum sínum:

Fjarðabyggð er mörgum fjandsamlegust hola,

fjarviðrast þar margir en gera lítið að.

Kúgun reynist kvalræði hverjum sem að þola.

Kóa æði margir með óhroða í Neskaupstað.

 

Menn arka sinn örlagaveg,

eins að sumri og að vetri.

Það eru fleiri geðveikir en ég

og síst að ég tel þó betri.


Ótroðnar slóðir 21.7.17

Yndi er að kvelja minnimáttar
og margir af þykjast góðir.
- Þeir eiga oft erfitt uppdráttar
sem ei renna troðnar slóðir.

Bloggfærslur 21. júlí 2017

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband