Ást til kosta 19.8.13

Ást til kosta er fegurst fýsna,

fryggð til skapa tíðum rann.

Sálir margra bræddi býsna,

- bágt á sá er aldrei fann.


Öryrkinn talar 15.9.11

Mér hefur ei látið að læðast með veggjum

leikið oft hlutverk svo margur varð sleginn.

Á góðum stundum oft sat ég með seggjum

og sótti í mig veðrið þá tappi var dreginn.

 

Aumingi að vera, já það er enginn leikur,

elda grátt við stjórnvöldin snúin og treg                    

en þó ég sé aumur þá er ég um smeykur

að þingmenn séu enn meiri ræflar en ég.

 

Þessum er tilurð að troða menn fótum

og tíðast láta eiðstafi ei neitt stöðva sig.

Þingmenn ættu að vera á örorkibótum

en ekki á margföldum launum á við mig.


Í rútuferð 2010

Molar hafa af mínu borði

megnað hrynja til og frá.

Oft mér fórst er illa horfði

eins og lán mér væri hjá.

 

Yfir land slær öskuryki

engin ferð í lofti er.

Hangi í rútu sem hænsn´ á priki

hart er komið fyrir mér.

 

Ungur maður upp úr sæti                                                    

annað skárra býður mér.

Virðist tíðum vinur mæti

á vegi mínum hvar ég fer.

 

Góða vætti bið að blessa

og bera þá á höndum sér

er ekki sitja eins og klessa

ef að vanda að höndum ber.

 

Heppnin fyrir góðu gengst

gefur af sér lundarþýður.

Sjáumst oftar, lifum lengst

lífið hratt á enda ríður.


Af lífsnautnum Svarra

Á laugardegi lít ég fram

á veginn

og langar til að sýna

mínum vinum

að Svarri búi enn

að sannri snilli

og alltaf langar karlinn þann

í hylli

en spekin getur líka

gagnast hinum.

 

Ég hef ekki sofið svona

í háa herrans tíð

en horfinn er til vöku

og byrjaður að éta

svo legg ég mig að nýju

og sef í erg og gríð

og hlakka til að vakna

og borða meira og freta.

Það þarf engan að undra

þótt yrki ég ekki mikið

en ég fitna vel

og braggast fyrir vikið.


Mannlýsing 14.7.11 (flutt á ættarmóti)

Erfði mætar eðlisgáfur

oft er viska hans á róli

af ýmsum talinn lastaláfur

og lítið eiga fyrir hóli.

 

Lukkutröll á lífsins vegi

lengi þó að blési í kaunin

hann á heima í Skálateigi

harður nagli það er raunin.

 

Ýmsa gleði má hann muna

maður lista, elds og funa

mátti lepja lífs af brunni

og leika sér í náttúrunni.

 

Oft nú lúinn liggur inni

leiður á snauðri tilverunni

en listagyðjan ljær mér hönd

ljúf eru hennar vinabönd.

 

- Ég er að yrkja

og eitthvað að þvaðra

en öll mín bestu ljóð

eru ort eftir aðra!


Naðran

Oft má láta eiga sig

illa tala um mann

en ef að einhver lýgur á þig

segðu sannleikan um hann:

 

Vetur, sumar, vor og haust

var hún lyganaðra

og endist henni endalaust

ævin til að þvaðra.

 

Margir halda mann að sér

málið á þannig lít.

Ýmsum fórst en ekki þér

að ausa að mér skít.

 

Eftir axarhöfðinu

smíðað er skaft.

Fár kemur þaðan góður

sem illt er fyrir haft.

 

Öfund þeirra er ansi ber  

ágirnd hraðan brokkar

drulluspýjum drita úr sér

og dæla þeim til okkar.


Heiðursfélagar Blæs 2003

Í hestamannafélagi oss Blæ eru heiðraðir menn

heiðurinn ber sjötugum hvers vetra

ljót þó séu þar ljúgvitni og dæmdir glæpamenn

lítur svo út að það sé bara betra.

 

Ei dugir við asnastriki að beita viti og rökum

og ei spjalla ég meira um þetta að sinni.

Ég sagði mig frá þeim hópi af þessum sökum,

þetta hafði bitnað á fjölskyldu minni,

 

- en öllum fannst félögunum að það væri í fínu lagi

og þó fleiri af þeim fengið hefðu kenna á sama tagi!

 

Svar við spurningu

Ekki vantar velviljan

viljirðu fólkið blekkja,

Toggi ho ho heitir hann

hann munu börnin þekkja.


Sauðaþjófarnir 1994

Ýmis hefur kærleikurinn

yndað að mínu bóli

eða ljúfur sveitungi minn

varpað að mér hóli,

þó fannst sumum keyra úr hófi

kankvís vinalætin

að kæran fyrir sauðaþjófnað

gæti ögn verið rætin.

 

Nágrannar mínir í vestri tveir

af visku og æru ríkir

vel þeir reka fjárbú sín

og göngugarpar slíkir

að ævinlega heimta þeir

hverja klauf af fjalli

nú brá svo við að hrútar fimm

sinntu ekki kalli.

 

Til þeirra hafði heimilisvinur minn

vanið ögn sitt gengi

og hrútaheimtuleysið þeirra verið í

umræðunni lengi

þá kom í ljós að hjá mér hafði hann

étið feitar steikur,

hvar skyldu þeir annarsstaðar vera,

blossað upp sem reykur.

 

Þeir höfðu oftsinnis reiknað stór

og erfiðari dæmi en þetta

og örkuðu þegar með kæru á mig

og á fjölskylduna setta

og í DV greindu þeir þrívegis frá

grönnum blóðiþyrstum

sem geymdu alla hrútana þeirra

oní frystikistum.

 

Löggan kom og kembdi svæðið

réttvísinni að sinna

krafsaði og rótaði í jarðveginn

hvar innvolsið mætti finna

dreymt hafði móður bændanna

föður minn býsna grimman

benda sér á greftrunarstaðinn

og tala um ljóta krimmann.

 

En svo er víst með þvaður og bull

að það vill illa standa

og þó menn veifi góðmennskunni

jafnt til beggja handa

og enn þeir segja af sannfæringu,

- með klækjabrögðum slapp´ann

já, sveitin á marga ,,gleðifrík”

út um allan vappann.

 

Manndómur

Það er illt að fást við auðvirðulegt blaður

og auðvitað verður margur af því sleginn.

Það þarf manndóm til að geta heitið maður,

meira ef væri af slíku ýmsan tryði ég feginn.


Afmæliskveðja 16.8.13 (Komment við mynd)

Ljósan kollinn lít ég þinn

með ljúfast brosið undir

á afmælisdaginn yndið finn,

eigirðu góðar stundir.


Reynslan er dýrasta kennslan

Meðhöndla ei dóttur þína alltaf sem álf

ef ekki vill ráðin þín heyra.

Leyf henni detta hún stendur upp sjálf

og hefur þá lært öllu meira.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband