Hvað til ber 2.9.13

Gott er að leika listum snjöllum

lífs í heimi er vandi að fer,

- það er eitthvað að hjá öllum

aðeis misjaft hvað til ber.


Lífsins lán 1.9.13

Ég vil þakka Jóhanni Sæberg á Reyðarfirði fyrir þessa ágætu kvöldskemmtun sem ég var að koma frá í hlöðunni á Seljateigi, ættarsetri hans.  Þar lék á gítar og söng Bjartmar Guðlaugsson sín hugljúfu lög og snilldarlegu teksta og Jón Arngrímsson frá Borgarfirði spilaði og söng með honum á bassa.  Kona Bjartmars kórónaði svo kvöldið með að syngja með þeim síðasta lagið.  Þarna  voru svo málverk Bjartmars, ákaflega litrík og falleg að mér fanst ásamt hljómplötum hans til sölu.  

 

Ekkert kostaði á þessa uppákomu en þeim var bent á söfnunarbauk fyrir krabbameinsfélagið sem vildu láta eitthvað af hendi rakna.  Bjartmar er frá Fáskrúðsfirði upprunninn og fræddist ég nokkuð hjá honum um ættir hans og kannaðist þar við margt fjölhæft fólk sem hann nefndi og sagði honum að ég tryði á genin.  Ég setti svo saman þetta ljóð á heimleiðinni:

 

Genin slæmu gefa oft smán,

þau góðu lukku bjóða heim

og það er mikið lífsins lán

að lifna mega út af þeim.


Náðargjöfin 1.9.13

Þótt til himins hæfu

heimsins mestu gildi,

- gefur sér enginn gæfu

gildur þó feginn vildi.


Sykursýki 2, 30.8.13

Að hlaða á sig spiki fær syndum að veitt,

sykursýki er bölvun sem fæst af því leitt.

- Í sæld hef ég étið sætt bæði og feitt

en svo er nú komið að ég má ekki neitt.


Afbrýðisemi 30.8.13

Oft ber vanda inn við gafl

annarra maka að dvelja.

- Afbrýðisemi er ógnarafl

sem anda flestra kvelja.


Drjúg eru morgunverkin

Morgunbæn 29.8.13

Upp á mína æru og trú

anda lífs í glæður.

Góðan daginn gef oss nú

Guð sem öllu ræður.

 

Vatnið 29.8.13

Öl að drekka er unaður,

yndiskostur margra veiga

þó er mestur munaður

mega vatn úr krana teyga.

 

Óveður 29.8.13

Illt er að vera illa sleginn

óveðra er geta skeð.

Gott er að synda sólarmegin

syndir þó að fljóti með.


Með stæl 24.8.13

Sértu einhvers beðinn þá sífra ei með væl

en set þig í stellingar góði.

Gerirðu eitthvað þá gerðu það með stæl

svo getir þú ei kallast slóði.


Misjöfn er matvaran 25.8.13

Ég illt tel í matvörum of mikið salt,

sem oft megi vandræði boða.

Í matvöruverslunum vara þig skalt

á vörunum framleitt af Goða.


Verðgildi

Oft mun þeim verða viðskiptin sein

er verðlag til hæðaanna raupa.

Verðgildi hlutanna er ímyndun ein

en alvara fyrst er menn kaupa.


Harðstjórnarríkið 2013

Hér fífl hafa fallið

í fúlastan pytt

og frussinu á okkur sletta:

Í dag máttu ei þetta

á morgun ei hitt,

ólögin þannig upp spretta.

- Flestir munu landsmenn

hommatittir vera

og beiti ég fyrir því rökum,

þeir beygja sig svo bljúgir

fyrir aftanítökum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband