15.6.2013 | 07:58
Lausnir 15.6.13
Dásamlegt að lifa þegar vel gengur! Ei þarf lengur að kvarta um að góðgerðarmálin dragist. Hafist er handa til bjargar útgerðarmönnum:
Alltaf skal þó bóla á vanþykki hversu vel sem er gert: Útgerðarmenn og efnafólk fær peninga strax en skuldug heimili eru sett í nefnd
Oft á göfugur ráð til rausna,
réttlæti hans er ei sorp á haugi.
Flest eiga málin leið til lausna
ljóst sé viskan hátt á baugi.
Gapir í loftið görótt sála
gremjast lætur ónæðið
en góður leggur gott til mála
og glaður leysir verkefnið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2013 | 22:14
Flagarinn 14.6.13
Flagarinn til nytjanna færir sér flest
og finnur sjaldan friðarins róna:
- Dótturina, mömmuna
en amman var best,
mælt´ann er reimaði á sig skóna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2013 | 13:48
Lát dýrðina blómstra 14.6.13
Maður er hjálparvana gegn vitleysunni í pólitíkinni og verður að rækta einhverjar jákvæðar hugsanir til að verða ei geðveikinni að bráð:
Lífið það er dásemd,
leyf blómunum gróa,
lát dýrðina blómstra
er að okkur vill róa,
passið upp á gleðina
er gefur oss tíðast
gæfuna og yndi það
er strokið fær blíðast.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2013 | 01:59
Stjórnarandsaðan básúnar svik á Alþingi 13.6.13
Ég hef ekki efast nokkra stund um heilindi Sigmundar um að hann tæki ekki þátt í ríkisstjórn nema að bættur yrði forsendubrestur lána og líkar það vel en fyrirlít heigulshátt síðustu stjórnar að fara ekki í það strax að tillögu hans á meðan að það var auðveldara en núna.
Mér líkar vel að þetta mál hafi verið sett í forgang á Alþingi en tel þó annað engu síður mikilvægt og að segja þannig vaxið að ekki hefði átt að bíða með það fram að Alþingi, en setja á það bráðabyrgðalög með sama og stjórn var mynduð en ekki bólar samt á aðgerðum enn:
Það er að bæta svo kjör öryrkja og aldraðra að þeir geti framfært sig, sem mikið vantar upp á. Stjórnarandstaðan básúnar nú að ekki hafi verið staðið við loforð lánamála einum og hálfum mánuði eftir stjórnarmyndun. Hún ætti þó að vita best að vinnu og tíma þurfi til.
Fyrri ríkisstjórn entist ekki einu sinni eitt og hálft hjörtímabil til sinna loforða og þeim sem hún efndi snéri hún flestum á haus. Það er því engin furða að fulltrúa hennar gruni aðra um græsku en það væri að höggva nærri sér ef þau minntust á svikin við öryrkja og aldraða.
Úr hörðustu átt 13.6.13
Foringinn Árni ei idijot er,
aftaka glúrinn ég hygg´ann,
- margur heldur mann af sér
mátulega dyggan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2013 | 13:00
Heggur sá er hlífa skyldi 12.6.13
Við samviskuna sína skildi,
Sigmund tekur ofan:
- Heggur sá er hlífa skyldi,
hví skyldi ég lofan?
Ríkisstjórnar er brotið blað
að berja snauða niður:
- Þetta að koma aftan að
er víst hommasiður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2013 | 09:48
Maurapúkarnir sitja á sínu 12.6.13
Það er sosum engin furða að þessi ríkisstjórn ætli að mismuna snauðum við ríka með engum endurgreiðslum vegna skerðinga. Þar er sjálfsagt orðið um að ræða marga milljarða er má sýna berlega hversu hroðalega vinstri stjórnin níddi þá er áður höfðu ei málugni matar:
Landið og frjálsræðið Guð okkur gaf,
gjárifar mannleysur níða og brjóta.
Það er fyrst og fremst aðhaldið sem vita þarf af
svo frekast við megum kostanna að njóta.
Engan skal furða þó kastist í kekki
er krimmarnir fá á sér heimildir villt.
Að berjast fyrir lífi en brjóta það ekki,
bregðast þar vilja öll þjóðfélög spillt.
Orð eru léttvæg en aðgerðir gilda
undan í flæmingi lengi má renna.
Að axla sína ábyrgð er allra skilda,
erfitt þó löngum ræflum að kenna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2013 | 19:42
Sálrannsókn mótmælandans
Yndið er sveitt og áhrifin vona
að öldungurinn ei standist sálarmatið:
- Því ertu aumingi að æsa þig svona,
við ötlum bara að taka þig í rassgatið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2013 | 10:31
Megi nú almættið skerast í leikinn 11.6.13
Ég spáði Sigmundi á upphafsdögum hans á Alþingi að hann ætti eftir að verða mikill leiðtogi og óvenju heiðarlegur. Nú sýnist mér syrta í álinn. Enn skorti á réttlætið launa í ræðu hans á Alþingi í gær. Ég bið og legg á hann bölvun almættisins ef heldur sem horfir með það:
Að birtist þér Sigmundur bölvunin römm
ég bið helga vætti að gefa þér í kvitt
ef að siturðu fastur á svívirðu og skömm
og sinnir ei jafnt um kaup mitt og þitt.
Það veit enginn á hvað stundu er mælt,
- oft eru í loftinu veðurbrigði skjót.
Alþingi hefur gert sér við aumingja dælt
en undir sig mulið það sjálftökudót.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2013 | 08:08
Teygja sig loppur 10.6.13
Alþingismenn endurgreiddu sér og öðrum hálaunamönnum allar skerðingar þeirra aftur í tímann en ætla ekki að gera það sama fyrir snauða. Félags- og jafnréttismálaráðherrann talaði svo fjálgslega á Byljunni í morgun um stefnu þeirra um sem mest jafnrétti þegnanna.
Er þetta ekki dæmigert afbrygði af sögu Orwells er dýrin byltu harðstjórn mannsins og svínin komust til valda? - Boðorðið um að allir skyldu jafnir en sumir bara jafnari en aðrir. Hvenær skyldi loga uppúr óhroðanum eins og spáð hefur verið, með blóðugum mótmælum:
Taktarnir snjöllu 10.6.13
Teygja sig loppur taktanna snjöllu
til þess að skara að sér gullinu fríða.
- Þeir voru að fá sér eina með öllu
en aumir á stara þeir sult fá að líða.
Bloggar | Breytt 11.6.2013 kl. 03:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2013 | 20:33
Fylking körg 9.6.13
Þegar mest á lá af vinstri stjórninni að taka á vanda þjóðmála þá þótti þeim brýnast að eyða tíma í að banna nektardans og vændiskaup:
Víða líður lymskan örg
og lygarnar hjá hirðum.
Feminista fylking körg
firrir konur ábyrgðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar