8.6.2013 | 18:14
Lífið krefst ásríðna 8.6.13
Ást er sæla og lífsins laun
er lífið krefst svo haldi völdum
en ætíð mun þó erfið raun
of stór skammtur af viðhöldum.
Bloggar | Breytt 9.6.2013 kl. 02:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2013 | 15:45
Æskan og gæskan 8.6.13
Tíminn er óvinur æskunnar
ellinni skilar svo fljótt,
illskan er glöpin gæskunnar
gefur hún af sér ljótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2013 | 15:05
Sönn skemmtisaga úr daglega lífinu 6.6.2013
Í gær fékk ég dálítið spaugilegar fréttir af kunningja mínum í Reykjavík. Ekki fyrir löngu var honum ásamt öðrum kenndur krakki sem varð því að senda til DNA greiningar. Þar kom síðan í ljós að hann myndi barnið eiga og var honum úrskurðað faðernið.
Hann fékk þá bróður sinn með sér í ferð og óku þeir nokkuð brattir sem leið lá austur í sveitir til að tilkynna föður sínum að nú væri hann orðinn afi. Faðir þeirra tók þessu heldur fálega og óskað honum ekki til hamingju en spurði: ,,Hvernig bar þetta að? Þá sleppti sonurinn strák sínum lausum og svaraði álíka gáfulega: ,,Ég tók hana á hlaupum!
Í auðnuleit
Yngissveinn í auðnuleit
oft má falsvon kenna
er fögur gerast fyrirheit
í faðmi villtra kvenna.
Bloggar | Breytt 8.6.2013 kl. 06:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2013 | 10:32
Á manndóminn sér 5.6.13
Svellandi er móðurinn
á manndóminn sér
Sigmundar og Bjarna
að svíkja loforð bindandi.
Minnið þver
þá gleypir hver,
- hákarlar fæðast syndandi.
Minnið þver þá gleypir hver
þrjótur er oss eiða sver.
Alþingisher til eymsla ber
auma hér til yndis sér.
Bloggar | Breytt 8.6.2013 kl. 05:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigmundur vann mikinn kosningarsigur með einaðri og trúverðugri framkomu sem fékk fólk til að treysta og trúa því að honum væri alvara með að vinna að hagsmunum almennra borgara sem skildir voru alltaf eftir óbættir hjá garði af síðustu ríkisstjórn sem þjónkaðist aðeins við auðvaldið, sjálfa sig og aðra hálaunamenn og virtu hina ekki meira en skítinn úr sér er ég tel auðsýnilegt og margsannað vera.
Sjálfstæðisforkólfarnir voru ekki á sömu línu í kosningarbaráttunni og hafa aldrei verið það. Þeir hafa alltaf viljað nota Framsóknarflokkinn til verri verka og til að skýla sér bak við þá. Ég man heldur ekki betur en þeim hafi líka alltaf tekist það bærilega og nú sé ég sömu teikn á lofti í samstarfi þeirra og við liðum fyrir fyrri daga. Ég trúi aðBjarni virki nú sem sú bremsa á leiðréttingarnar að hægt er farið í að standa við loforð Sigmundar eða að þau séu virt að engu og svikin eins og títt er um kosningarloforð eftir kosningarnar.
Stigið hefur þegar verið opinberlega skref í þá áttina. Félagmálaráðherrann Eygló Harðardóttir hefur borið um það í útvarpsviðtali Bylgjunnar að hún ætli ekki að leiðrétta skerðingar öryrkja og aldraðra aftur í tímann eins og Sigmundur lofaði þó einarðlega og gert var hjá Alþingis- og öðrum hálaunamönnum og ég trúi að fleira svínarí og siðleysi muni í farvatninu eins og ævinlega hefur verið hjá þessum flokkum á svipaðan hátt og þetta. Skyldi nokkurn undra sem þekkir fortíð þeirra að kosninarloforðin og fylgið sé strax farið að hrynja:
Það er sumt sem aldrei breytist
syndir kunni heiðri að varna.
Var í fréttum að fylgi af reytist
félögunum Simba og Bjarna.
Bloggar | Breytt 5.6.2013 kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sæmd vorra stjórnvalda sýnist mér treg
snauðra vilja ekki að bætist raunin.
Framsókn fram sækir á feðranna veg
fantanna er létu oss svíða í kaunin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2013 | 09:52
Það varð stutt í svik og flónsku framsóknarmanna 2.6.13
Nú að morgni sunnudags var endurtekið á Bylgjunni spjall við nýjan félagsmálaráðherra Eyglóu Harðardóttur. Þar kom í ljós hjá henni að loforð framsóknarmanna að best ég man allavega hjá foringjanum, fyrir kosningar ætlar hún að svíkja með hinum svívirðilegasta lúahætti á öryrkjum og öldruðum. Það er það að endurgreiða þeim aftur í tímann, eins og þingmenn gerðu við sjálfa sig og aðra hálaunamenn, skerðingar þær er gerðar voru á þeim á fyrra kjörtímabili.
Mér er nú bara spurn, hver skyldi halda í hönd og leiða um sanngirnissviðið slíkan trúnaðarfulltrúa sem á að vera fyrir alla og gera landsmönnum álíka jafnt undir höfði? Ég hygg það engan annan en djöfullinn sjálfur í eigin persónu!
Óska ég þess heitt og innilega að þessi heilaga fyrirmynd hennar og andlegur leiðtogi djöfullinn sjálfur að mér sýnist vera, af væntumþykju sinni einni hirði hana alla með húð og hári og fjarlægi hana frá mér og öðrum sem eiga um sárt að binda hennar vegna og með stóran skuldavanda að gera sem við getum aldrei borgað og eigum um sárt að binda á fleiri sviðum vegna launasviftinga stjórnmálamanna sem látin var bitna harðast á okkur sem minnst höfðum og eigum nú ekki að fá sömu bætur fyrir það og aðrir.
Flónskan vill hefna sín
Almennt er fólkið fífl og lífið óréttlátt
sem færir oss tíðum sorg og trega.
Kjósendur Fjórflokksins hugðu ei hátt
hefna vill flónska sín grimmilega.
Bloggar | Breytt 3.6.2013 kl. 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2013 | 22:06
Skyldu Leibbi dóni og Kiddi sótó rísa úr öskustónni 1.6.13
Nú er í nýjustu fréttum að ekki verði skuldamál heimilanna og stjórnarskrármálin afgreidd á sumarþinginu. En ekki hefur enn verið aflýst og gott að vita um hvað verður ofan á með örbyrgð aldna og öryrkja. Ég hef reyndar aldrei skilið fárið út af nýrri stjórnarskrá þegar sú gamla er þverbrotin af stjórnvöldum eftir því sem henta þykir á hverjum tíma.
Mínar tillögur hafa lengi verið að setja bara nógu miklar persónulegar fjársektir og tugthúsdóma og bönn í opinberar trúnaðarstöður á þá sem brjóta þá gömlu, en það munu aðallega vera stjórnmálamenn, þótt svarið hafi dýra eiða að því fara eftir henni og virða hana. Það verður fróðlegt fyrir þá sem lifa af að fylgjast með eftirmælum nýju foringjanna hvort þau verði í takt við þetta dæmi:
Í Reykjavík um 1950-60
Væri þar sagður einhver ódó
oft var svar á þennan veg:
- Leibbi dóni og Kiddi sótó
eru báðir verri en ég!
Bloggar | Breytt 2.6.2013 kl. 07:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2013 | 08:05
Horft á listaverk
Tendamamma mín heitin lagði á mikla áherslu að menn vönduðu sig við handavinnu sína og lagði ég þetta ljóð út af orðum hennar:
Þeir sem horfa á minnismerkið
meta handtak hvurt.
Hve lengi þú varst að vinna vekið
verður ei síðar spurt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2013 | 11:10
Þeir blekktu en hvað gera hinir? 31.5.13
Að virði þeir mannréttindi, vella þeir tíðast,
vitfirrtir kratarnir, fyrst jafnt sem síðast.
Ég kveðjur þeim sendi og kveð ekki blíðast,
kvikindi er alfarið blekkingum skrýðast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar