27.4.2013 | 06:57
Kvöldið fyrir kosningar á stöð 1, 26.4.13
Það bar m.a. til tíðinda í þættinum að gengið var að frambjóðendum með að svara hvort þeir ætluðu að laga kjör öryrkja og aldaðra ef þeir kæmust að eftir kosningar og voru svör á ýmsa vegu. Hjá fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna Árna Páli fyrir Samfylkingu og Katrínu Jakobs fyrir Vinsti-græna kom skýrt fram að þau ætla ekki að leiðrétta skerðingar þeirra afturvirkt og Katrín Jakobsdóttir var meira að segja svo lygin og óforskömmuð að þræta blákalt fyrir það að þau hefðu gert það með launin hjá sjálfum sér. Ég spyr ætli það sé hægt að komast mikið neðar í mannlegri eymd nokkurra trúnaðarfulltrúa samfélags sem eiga að vera fyrir alla en ekki bara fyrir sjálfa sig og þá ríku? Flokkur heimilanna og Hægri grænna voru mest sannfærandi og einbeittir til leiðréttinga og ætla að gera þetta að forgangsmáli. Ég ráðlegg öllum að kjósa annan hvorn þeirra eða alla vega ekki gömlu stjórnarskrár- og mannréttindabrotaflokka Fjörflokksins.
Hvaða stofnun er það 2012?
Hver er sú stofnun gömul og grá,
er geggjun við helst megum lýta,
glötuð til álits og góðverkafá
og geðjast best fátæka á skíta?
Afkoman 2012
Ei er góður útgjaldanna halli
eins er það með vitleysuna í kalli
að hann beri að fæða
og örlítið að klæða
annars muni hann velta af vegastalli.
Lítilmagninn
Fyrir lítilmagnann ætíð er
erfitt rétti að ná
auðvaldskrumlan æðaber
auði að sleppa er þrá.
Það gerir best hver sjálfum sér
góðverkunum skil
því undan margur fljótast fer,
flón verða alltaf til.
Lausnir
Oft á göfugur ráð til rausna,
réttlæti hans er ei sorp á haugi.
Flest eiga málin leið til lausna
ljóst sé viskan efst á baugi.
Gapir í loftið görótt sála
gremjast lætur ónæðið
en góður leggur gott til mála
og glaður leysir verkefnið.
Vingjarnleiki og vinakynni
vinna margt til bóta,
verðmætast í veröldinni
vaka, elska og njóta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2013 | 10:06
Flokkur heimilanna 25.4.13
Ég tel að Flokkur heimilanna hljóti að hafa halað inn mörg atkæði er foringi þeirra Pétur Gunnlaugsson sat fyrir svörum á Stöð 1 í gærkvöldi. Ég held ég hafi ekki fyrr séð og heyrt stjórnmálaforingja fara svo gjörsamlega á kostum eins og hann gerði í þessum þætti. Mér fannst sem spyrlarnir, karl og kona, upplifðu það í forundran sem þeir hefðu ekki fyrr gert sér grein fyrir því ástandi sem hann lýsti þarna svo vel og tætti í sundur hina hroðalegu spillingu af stjórnarfari Fjórflokksins.
Heimilin eru hornsteinn samfélagsins og nú síðustu forvöð að gera upp við sig hvar exið á að lenda á kjörseðlinum. Hvað sem er með aðra varðandi hagsmuni heimilanna þá tel ég eitt víst að öllum frambjóðendum þessa flokks sem ég hef heyrt er alvara með það að ætla að berjast fyrir hagsmunum okkar. Ég tel mikið vit í að treysta þeim fyrir atkvæði mínu en ekki koma til greina að treysta þeim enn og aftur sem eru búnir að marg svíkja okkur, Fjórflokknum og skora á alla að gefa honum frí og veðja á þessa til bættra hátta.
Ég hef talið mig frekar til vinstri en hægri í pólitík og tel nú vera fullreynt eftir að við fengum loksins vinstri stjórn í landinu til 4ra ára setu að þetta sé bara allt sama ójafnaðaróværan, nema þá að ég tel hana hafa reynst mér sem öryrkja og gamalmenni enn verri hægri föntunum en þeir hafa eins og þjóð veit verið margdæmdir af Hæstarétti landsins fyrir siðleysi og mannréttinabrot á öryrkjum en hinir eru bara ódæmdir enn fyrir það sama, það tel ég aðalmuninn. Ætli það sé ekki meira en lítið að hjá fólki sem veit þetta og kýs samt slíka trúnaðarbrestamenn fyrir sig til að níðast á sjúku jafnt sem öldruðu fólki?
Sakópatar dauðans 2012
Tíðum snauða tæta og skera
títt á auðvald milljarð ber.
Þeir sem enga ábyrgð bera
allt þeir mega leyfa sér.
Erindi hún átti á þig
yndis njóta að vana.
Sakópatasamfylking
svíðir öryrkjana.
Á hér lítill enga vernd?
Aldinn maður stundi:
-Það er raun að vera
með réttlætiskennd
og riðið eins og hundi.
Bloggar | Breytt 27.4.2013 kl. 06:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2013 | 10:21
Hvað á að kjósa? 23.4.13
Blekking mörg nú geysar grá
þar glæpahugir leynast
að byggja á sinni þörf og þrá,
það má bestan reynast.
Er flestir ljúga lífs er best
leysa um sig og múna,
gömlu fantarnir gapa mest,
gef þeim fretið núna.
Menn skilja ekki vandamálin fyrr en þau káfa upp á þá sjálfa. Ég er marg niðurskorið og féflett gamalmenni og öryrki af síðustu ríkisstjórn sem lofaði að standa vörð um heimili mitt og verja kjör aldraða og öryrkja og hafa látið sig hafa það misrétti að leiðrétta kjör sjálfa sín og annarra hálaunamanna en ekki mín ónógu laun til framfærslu. Ég hef lifað að miklu leiti á betli allt kjörtímabilið og verið löngu flæmdur af heimili mínu af þeim vegna fjárskorts ætti ég ekki fjölskyldu og vini til að ganga undir mér. Enginn þingmaður allt kjörtímabilið fékkst til að sinna mér með að breyta ólögum sem varða við stjórnarskrár- og mannréttindabrot, sem varna því að ég fái heimilisuppbót upp á rúm 30 þúsund á mánuði eins og allir einstaklingar í landinu fá sem búa einir nema þeir séu kvæntir eða giftir og ég hef ekki viljað láta níða mig til að skilja við konu mína fyrir að hafa veikst og orðið að yfirgefa mig. Ég ætla að setja hér eldra ljóð mitt er fjallar aðeins um þessa hlið mannlífsins:
Að horfa á heiminn
Það horfir hver á heiminn
út frá sjálfum sér
og þess vegna eiga margir
erfitt með að skilja þá
sem sjá hann
frá öðrum bæjardyrum.
Hver skilur öryrkjann
sem hangir á horriminni
hrjáður og smáður
og gamalmennið
sem berst í bökkum
vegna þess að auðvaldið
gramsar til sín
megininu af kökunni
sem allir eiga að nærast á?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2013 | 09:21
Elliglöp öryrkjans 2012
Villast kappar vits af leið,
vinstri og hæri póla.
Jóhönnu ljósast lífið beið
landráðaveginn hjóla.
Samfylking nefnist sóðaþý
sú lætur verkin heita.
Fátæka að taka aftan í
öllum ráðum beita.
Þetta er auma ástandið,
allt er byggt á sandi,
- senn mun koma sjálfstæðið
og sómann draga að landi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2013 | 20:57
Kosningaumræður á Stöð 2, 22.4.13
Kosningaumræður voru í kvöld á Stöð 2 og fengu þar aðeins þáttöku fulltrúar hins illræmda Fjórflokks, sem ég tel vera, þótt svo flestir muni hafa áður fengið meira en nó af ómerkilegheitum þeirra síendurtekinum. Fulltrúi Bjartrar framtíðar Árni Múli fékk þó líka að slæðast þarna með á þessa senu en ég skil ekki til hvers eða af hverju því að þáttarstjórnendur ónefndir, karl og kona, pössuðu upp á að taka af honum orðið jafnóðum svo sjaldan þó sem honum var gefið það. Hann var þó áberandi lang besti málflytjandinn og líklegastur til afreka á Alþingi. Ég tel þetta vera enn eitt dæmið af hlutdrægni og mismunun af þáttarstjórnendum sem ég hef orðið vitni að í fleiri þessara þátta, við að verja nýju flokkunum að kynna sig fyrir kjósendum og þjóðinni.
Væntingar betri tíða
Miklar voru væntingarnar
vinstristjórnarbata.
Nú eru þær flestar farnar,
fólk þá kallar rata.
Og til hægri fólk vill flýja,
fyrrum þó að kveldi mest,
frekar en kjósa flokka nýja
og farga þeirra svikapest.
Bloggar | Breytt 23.4.2013 kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2013 | 09:53
Blindingarnir 21.4.13
Algjörlega blint á báðum
býður það upp á rassskellinn.
Það er þyngra en taki tárum
traust að setja á Fjórflokkinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2013 | 08:49
Látið ekki skoðanakannanir rugla ykkur, kjósið nýju flokkana
Kjósið nýju framboðin og látið ekki skoðanakannanir rugla ykkur um að þeir komist ekki að, en samt ekki Bjarta framtíð sem er bara partur af kratahjörðinni sem ekki stóð sig á síðasta kjörtímabili og alltaf hefur logið að okkur um jafnaðarmennsku í landsmálum og svikið jöfnum höndum hvenær sem þeir hafa komist í aðstöðu til þess. Verkum síðustu ríkisstjórnar lýsti ég á sínum tíma þennan hátt:
Stjórnarflokkarnir 2011
Á okkar landi hafa hatur,
henda grátt við mannlífið,
landráð þeim sem ljúfur matur
leiðtoganna sjónarmið.
Ég höggva vil það hroðalið
og hausana setja við rassgatið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2013 | 01:04
Hvað er svo aumt sem kratarnir? 17.4.13
Ég er öryrki sem þarfnast mikils af lyfjum til að halda líftórunni og nú á ég að nýjusu reglunum að greiða 16000 kr fyrir næsta skammt.
Svo segir ríkisstjórnin að ekki sé verið að auka gjaldtöku af sjúklingum, það má lengi ljúga að fólki og blekkja þá sem þekkja ekki vandann af eigin raun og að þótt mikið hafi verið skorið niður sé þjónustan óskert þrátt fyrir það. Í dag ætlaði ég að fá stofutíma á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað hjá yfirlyflækninum en hann var sagður upppantaður út maí en nú er miður apríl.
Ég bað þá um tíma hjá þeim lækni sem bara fljótast yrði komast að hjá en var sagt að það væri engan tíma að fá fyrr en á föstudag í næstu viku og það eru 10 dagar þangað til. Ég tel að ástandið í heilsugjæslunni sé óþolandi og víða mikið verra en hér í fámenninu á mörkum hins óbyggilega og vitað tel ég að það hafi kostað fjölda mannslífa. Og þetta er nú bara partur af prógramminu. Endurkjósið ekki svínarí Fjórflokksins yfir ykkur enn á ný:
Vinstri stjórn ætíð á vitinu sat
væri af því eitthvað að hafa:
Best taldi fólkinu að betla mat
og burðast með skuldaklafa.
Meistarakokkur í meinbögum
megnar best réttlætið sveigja.
Endaslepp er svo í lyfjalögum
að ljóst kunna menn af deyja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2013 | 10:05
Kosningabomban 16.4.13
Hvað skyldi vera að heilbrigði fólksins sem kosið hefur Fjórflokkinn aftur og aftur og kjósa vill enn hvernig sem hann hefur svikið það:
Sem flugur um framsókn nú sveima,
sem fyrr kunni bestan öryrkja pína.
Fólkið er fljótt að gleyma
og faðmar þá kvalara sína.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2013 | 16:40
Fáfræðin og fiskaminnin 11.4.13
Fjóflokkurinn við fyrri kynnin
fengið hefur leikið oss grátt,
en fáfræðin og fiskaminnin
flykkjast um hann þrátt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar