28.3.2013 | 09:07
Á horriminni 2013
Horrimin er háttum nær,
hart að mörgum sverfur.
Alþingi er hún einkar kær
ei þeim gæskan hverfur.
Karlinn sagði sjáðu sko:
- Sáttir vel sér hegða,
það er vandinn víst er svo
að vill því út af bregða.
Á hér lítill enga vernd?
Andakt síðan stundi:
- Það er raun að vera
með réttlætiskennd
og riðið eins og hundi.
Gróðahyskið ,,gradólera,
grafir blasa öðrum hér.
Þeir sem enga ábyrgð bera
allt þeir mega leyfa sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2013 | 09:00
Elliglöp öryrkjans 2012
Samfylking nefnist sóðaþý
sú lætur verkin heita.
Fátæka að taka aftan í
öllum ráðum beita.
Þetta er auma ástandið,
allt er byggt á sandi
en senn mun koma sjálfstæðið
og sómann draga að landi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2013 | 08:51
Á landráðaveginum 2012
Villast kappar vits af leið,
vinstri og hæri póla.
Jóhönnu ljósast lífið beið
landráðaveginn hjóla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2013 | 08:09
Þing Jóu og Steina 2012
Þau eiga langa sælusögu,
sukk að vaða upp í kvið.
Jóa og Steini draga drögu
og dæla fé í auðvaldið.
Góðu málin liggja í lág,
ljósast stór er vandinn,
ríkisstjórn í burðum bág,
brotinn margur landinn.
Þingið laun sín lagað gat,
ljúf eru Steini og Jóa,
öryrkinn fær ei fyrir mat,
fær þó skatta nóga.
Leikið er vort lífsins tál
lygið eins og fjandinn,
þar vilja öll merkust mál
mestan renna í sandinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2013 | 07:24
Enginn er sem Árni Páll
Ýmsir mala og um sig slá,
ekkert markvert segja.
Vandamál margt væri frá
vit hefðu til að þegja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2013 | 06:59
Úti að aka 2010
sveipað heimsins stræti
kúgara sem kalla má svín
og kunnu sér engin læti.
Ríkisstjórnin er úti að aka
ei er klaufum gefið lag.
Réttri hönd í rass að taka
reynist ekki þeirra fag.
Gerist fátt um góða hluti
gleymast loforð allsstaðar.
Ámátlegur auðvaldsputi
er að sliga þjóðarskar.
Vinstri stjórnin líknarlétt
líkleg er til að velta.
Fjármagn er í forgang sett
og fólkið látið svelta.
Eflaust brosir íhaldslið
og æpir hvað það getur
hóti skárra ef haldið þið?
Hugsið þá málið betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2013 | 03:53
Að þrauka af
Maður lifir bara einu sinni
og á með sér sjálfur
einsamall telst hann
vart meira en hálfur.
Í þrautum og gleði
hann þráir að standa
og þrauka af
hvar sem dvelur til landa.
Í Afríku er fólk ei feitt
fátækt sker og þrúgar.
Samt þeir brosa út í eitt
Afríkubúar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2013 | 18:43
Hróður
Með ágæti sínu að auka hróður,
oft er köllun góð og merk
en það er ei nóg að vilja vera góður,
- vandinn er að koma því í verk.
Ef lifir þú dauður þín lífsorka er flöt
þótt ljúf séu klæði og finnist ei göt
þá er för þín snauð,
- þetta eru dauðs manns föt.
Að ganga veg réttlætis gerist ei létt,
góður þó helst vill það reyna.
Hvað sem þú gerir þá gerðu það rétt,
- glöp eru rót flestra meina.
En erfiður vill það reynast róður,
röfl því títt mun beinist að,
- það er meira mál að vera góður
en að vilja bara vera það.
Bloggar | Breytt 24.3.2013 kl. 03:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2013 | 22:22
Lífið
Það er raun og gatan grýtt
gisting´ ná í trássi
en þar sem er í hjarta hlýtt
þar er nóg af plássi.Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2013 | 07:53
Fengitíð
Menn þær elta í erg og gríð
í þær títt er mokað
en fjaðraskraut í fengitíð
fá mætti ýmsu þokað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar