Sirkus frá Garðshorni 6.9.17

Geislar sem af brún og brá,

bestur hesta er innan valla,

fótalyfta í hæðir há,

hann á brekkuna alla.

 

Gamall maður elginn óð,

– heyriði hálsar góðir:

Mættu hestsins genin góð,

ganga á mínar slóðir?

 


Er ekki eitthvað að? 1.9.17

Hún brá sér í búðina

hjá Möllu

og básunaði þar

yfir göllum

en Malla hafði svörin

sín snjöllu:

- þó að ég ei vilji flíka,
eitthvað er að öllu
og öllum,
og eitthvað að hverju
sem er
getur ekki verið líka
að eitthvað sé að þér?

Hvað lítið má gleðja 29.8.17

Stattu þig vinur og stýfðu ei úr hnefa,

stælir hvers anda að veita og seðja.

Allir munu hafa eitthvað að gefa,

oft má hvað lítið ná til að gleðja!


Góðærið blómstrar 25.8.17

Þegar að heyrist væl og víl

veifar Bjarni oss hendinni.

Drepa sig nú í stórum stíl,

strákar á geðdeildinni.

 

Spáir þú í sjúkrahús vort

spurðu mig ekki hvort,

þar séu í starfi upp á sport

einhverjir síðasta sort.


Kostanna ríki 24.8.17

Ég hugsa oft til orða föður míns

er á mig er komin værð:

- Það er ekki aðal málið

hversu mikið þú færð,

það er hvað þú gerir úr því

sem þú til þín nærð.

 

Þótt þú visku verjir

veistu ei alltaf hvort

vit sé nokkuð í því

henni vera að flíka.

Því oftast eru einhverjir

síðasta sort,

- hún er svo misjafnt gefin

andans dáðin ríka.


Á berjamó 10.8.17

Nú tel ég að flestir hafi

fengið í sig nóg

og notað þessa berjaferð

að fullu.

Lítið finnst mér lag á því

að liggja á berjamó

og étið hafa ekki á sig

drullu.


Útlit og innrétting 14.8.17

Eymdarleg er innri megurð

að utan þykir mörgum best.

Þó mun frekast innri fegurð

sem að flestum best að gest.


Hestarækt 7.8.17

Ekkert hossar eins hestarækt

og hér það er vil ég frá greina:

Töltið sé nóg og fjörið sé nægt

og nýtist vel annað hvað eina.


Gjaldmiðill eilífðar 31.7.17

Búirðu að kærleika kvíddu ekki því

er kemur hin síðasta ferð.

Þú tekur góðverkin með þér gröfina í

og geislabaug hvern er þú berð

en aurana sína enginn með ber,

eilífð á betri gjaldmiðil segi ég þér.


Hvað er til ráða 27.7.17

Illt er að berjast

bumbuna við

brauðmolar og matur allur

sækir niðrá kvið.

Gott er hvað sem dregst

þú fáir ístruvott,

éttu því það helst

sem þér ekki þykir gott.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband