23.7.2017 | 14:01
Óþokkar 23.7.17
Óþokkar óhroðan herða
og ei tel ég nýtt með það.
Það er illt aumingi að verða
austur í Neskaupstað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2017 | 06:17
Fjandsamleg hola 21.7.2017
Ein af dömunum sem sér hér um baðþjónustustuna í Norðfirði kom til mín í gær og tilkynnti mér að ekki væri lengur um þessa þjónustu að ræða og yrði ég annað hvort að koma til þeirra eða fara á hjúkrunarheimili. Ég hef kynnt mér að þetta er alveg skýlaust brot á lögum og reglugerðum þeim sem eru í gildi í landinu en það er nú svo með það að illt er að eiga við þá sem ekki kunna að skammast sín hvernig sem þeir haga sér gagnvart skjólstæðingum sínum:
Fjarðabyggð er mörgum fjandsamlegust hola,
fjarviðrast þar margir en gera lítið að.
Kúgun reynist kvalræði hverjum sem að þola.
Kóa æði margir með óhroða í Neskaupstað.
Menn arka sinn örlagaveg,
eins að sumri og að vetri.
Það eru fleiri geðveikir en ég
og síst að ég tel þó betri.
Bloggar | Breytt 4.8.2017 kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2017 | 05:35
Ótroðnar slóðir 21.7.17
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2017 | 11:58
Yndið er í Fjarðabyggð en það getur orðið erfitt að finna það 20.7.17
Það styttist alltaf í það
að aumingjar fái nokkuð
nú neita þær að baða mig,
blessaðar dömurnar.
Hvað sér sér vesælla,
sagði gamall rokkur,
- yndið er í Fjarðabyggð,
en hvar á að finna það?!
Bloggar | Breytt 21.7.2017 kl. 04:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2017 | 07:58
Nýasta fermingargjöfin 16.7.17
Í heilbrigðiskerfinu er allsengin töf
er auðsöfnun lækna tekur slaginn.
Skapabarmaaðgerð er indælis gjöf
til ungmeyja á fermingardaginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2017 | 08:57
Happið 14.7.17
Út af smá ævintýri sem ég lenti í lagði ég ljóð dagsins:
Til heillavega um happið þér ég segi,
hverjir skyldu ei yfir því vilja gína?
Finnir þú gullkorn á förnum vegi,
flýt þér því vinur upp það að tína!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2017 | 05:57
Sigurður Ingi bregður sér í dýralæknisgerfið
Í sjónvarpinu 9.7.17 bjó formaður framsóknarflokksins Sigurður Ingi sig
til að gelda fola og felldi hann flatan og þvó síðan á honum pungstæðið
og sagði eystun á honum lítil en þó vera stór miðað við mannfólkið.
þá þreif ég úr brjóstvasanum blað mitt og penna og reit niður þessa vísu:
Ætli ekki hollast til hugsunar
hollvininn láta sig teyma?.
Skyldu ei bunga vel buxurnar
hrosseystu hefðu að geyma?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2017 | 18:45
Hvað er svo glatt? 5.7.17
Það mun meira um það
en menn eiga í vonu,
margir á besta aldri
láti sig vana.
- Það þýðir ansi lítið
fá sér vel ættaða konu
og koma ekki
barni í hana.
Bloggar | Breytt 6.7.2017 kl. 04:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2017 | 06:28
Greiðsluhalli 4.7.17
Það mokast upp í matarkaup,
margt ef er á stalli.
Oft um fátækt á ríkur raup,
að rætist úr fyrir kalli.
Hann í vikulok vatn eitt saup,
þar varð á greiðsluhalli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2017 | 15:23
Horfðu fram á veg 4.7.17
Breyta má því sem er
en ekki því sem var,
óskir duga ei neitt um það
sem að ekki fæst.
Við skulum ekki dvelja við
dökku hliðarnar
en drífa okkur í staðin í
að gera betur næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 31963
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar