Haffi skrifar mér 31.3.17 - Einkaeign?

Þurfa ekki sveitafélög landsbyggðarinnar og kannski smábáta eigendur að taka sig saman og fara í mál við ríkið og verja það að kvótinn sé í eigu þjóðarinnar en ekki örfárra einstaklinga sem selja bara þegar þeim dettur i hug og er skítsama um heilu bæjarfélögin og mannslífin (ekki má gleyma því að margir hafa tekið eigið líf við svo mikinn missi sem svona lagað getur haft á heilt samfélag) ef þessir einstaklingar vilja ekki halda áfram að veyða kvótann ,,sinn" að þeir skili honum þá aftur inn til Ríkisins sem getur þá úthlutað honum aftur til byggðafélaga sem það þurfa.. eða boðið hann upp á almennum markaði þar sem allir sitja við sama borð!
Sveitafélögin væru mikið blómlegri ef smábáta eigendur veiddu þennan fisk, heldur en að láta einn risa eins og HP Granda sjá um það.


Haffi skrifar mér 30.3.17 - ,,Heimskasta..... í heimi"

Fáum óháða erlenda (þýska) aðila til að fara yfir öll kaupferli fjármálafyrirtækja okkar svo við lendum ekki aftur i svona hrikalegum spillingamálum eins og Borgunarmálið og sala bankanna fyrir hrun. Og koma sökudólgum borgunarmálsins î fangelsi.

Ekki nema von að Bjarni Ben tali um hverju þetta einkaframtak hafi skilað, þar sem hann gaf sjálfum sér og vildar vinum nú fyrir skemmstu Borgun & Valitor. Hvað ætlar íslenskur almenningur að láta erlenda aðila hlæja lengi að sér? Útlendingar sem ég hef talað við um stjórnmál og spillingu segja íslenskan almenning heimskastan og blindastan í hinum vestræna heimi þegar kemur að kostningum og spillingu.

 


Haffi skrifar mér 30.3.17 - Súrefnisþjófar & peningasugur!

Væri ekki ráð að leggja niður öll ráðuneyti i þessu landi sem eru ekkert annað en súrefnisþjófar og peningasugur á almanna fé. Enn og aftur kemst upp um vanrækslu ríkisendursoðunnar sem átti á sínum tíma að geta komið í veg fyrir hrunið 2008 ef eithvað fefði verið gert anbað en að klóra sér í rassgatinu hjá þessu ráðuneyti!


Haffi skrifar 29.3.17 - Erfit að kenna gömlum hundi að sitja

Engin einstaklingur eða fyrirtæki a að eiga hvótann, Ríkið á að ûthluta honum til byggðafélaga sem geta svo notað hann til atvinnu uppbyggingar og eða skilað honum aftur til ríkisins ef svo ber undir. Kvótaúthlutun eins og hefur verið hingað til er mannanna verk og ekkert mál að breyta því aftur (ríkið er talið eiga kvótann í stjórnarskránni) ef viljinn er fyrir hendi. En raunin er sú að pólitÄ«kusum er andsk sama um fólk og smábyggðir út á landi. Ef þeirra vildar vinir græða á tá og fingri eru þeir ánægðir. Kjósið ekki yfir ykkur sama skítinn aftur og aftur..


Haffi skrifar mér 28.3.17 - ,,Fuck the people" PENINGAR ERU ALLT

Ísl krónan hefur áður verið mun sterkari en núna, svo þessi afsökun HP Granda er jafn ömurleg og þegar þeir buðu sínum vinnu konum í Reykjavík íspinna fyrir vel unnin störf. Nú sem aldrei fyrr er best að ríkistjórnin innkalla allan kvótann og bjóði hann ût þannig að allir sitji við sama borð, þannig geta smábåtar haldið uppi þeirri vinnslu sem nû er og jafnvel meiru. Úthlutanir kvótans voru mannanna verk og þeim er hægt að breyta. Nú sjáum við á komandi dögum hvernig pólitíkusar taka á málunum, eða er þeim ekki ANDSKOTANS sama??


Garmar stjórnsýslunnar 27.3.17

Ég fékk 50 þúsund krónur frá sveitafélaginu á mánuði í húsaleigubætur á síðasta ári og svo breytti ríkisstjórnin lögunum og færði kostnaðinn frá sveitafélögunum yfir á ríkissjóð og var talað um að sveitafélögin bættu síðan við því sem upp á vantaði að greiðslurnar frá ríkinu yrðu til samræmis við það sem að verið hafði áður fyrir lagabreytinguna. 

Ég hef fengið aðeins rúmar 26 þúsund krónur frá ríkinu á þeim þremur mánuðum sem af eru þessu ári og þótt ótrúlegt sér þá munar mig öryrkja og gamalmenni um þetta. Ég gerði fyrirspurn í símtali til míns sveitafélags sem er Fjarðabyggð hvað liði með greiðslurnar frá þeim. Ég fékk þau svör að meiningin væri að sveitafélögin greiddu ekki mismuninn eins og verið hafi í umræðunni að þau myndu gera:

Garmar 27.3.17

Valdmannslega þeir veifa

um sig örmunum,

vera í ríkisstjórn er sem

gleði vegna ölvunar

en það er sem gróið 

fyrir vitin á görmunum

er þeir geta annað gert

en til bölvunar.

 

Berskjaldaður

Aumingi hver ekki virðist

mikið geta gert

er glæpaþrunginn þingmannsfóli

illa hann níða fer

en þegar er að ræfilstusku

hroðalega hert,

hverjum skyldi þá ei leyfast

eitthað að kveinka sér?

 

Hvað skyldi helst í stöðunni

Væri ekki ráð að hýða ykkur helst nauðaber

og hálsum ykkar reyra að með bandi?

Það er haft að orði að hvað sér aumara sér

og með harðneskjunni leysist margur vandi.


Yndið er stopult 25.3.17

Er ástin grípur unglinginn

er sem grand á ferðum.

Honm bognar ei besefinn

eða bregst í gerðum.

Gnístir tönnum gamlinginn

sem getuleysi er vafinn,

hann er helst sem auminginn

sem hefur verið barinn.


Litið um öxl 25.3.17

Ég fékk margan ás í arf

á til góðra að telja

en það er svo að sérhver þarf

sína götu að velja.

 

Ég kaus mér það að hokra hér

með helvíti á báðar síður.

Ef vitleysan með einteyming er

ei þú farsæld ríður

og þá er hætt við að hefni þér

Herrann ekki blíður.


Ódýrar ærur 25.3.17

Fyrir mér er færri öllum efa

að ærum sínum flestir þingmenn

kasta fyrir bý.

- Sumt er ekki hægt að fyrirgefa

en fólk getur lært að lifa með því.


Óbyrjan 25.3.17

Það er títt að limir lafa

ládauðir hér um bil

og nenna ekki í konu að kafa

né kunna að gera skil,

- ýmsir menn ei ágirnd hafa

óbyrjunnar til.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband