Haffi skrifar mér 24.3.17 - Almenningur leiddur í enn eina gildruna

Það er ekkert skrýtið af hverju sömu vogunarsjóðir Arionbanka keyptu hlut sinn eigin hut i bankanum með kennitölu á Caymaneyjum, jû það er til að þurfa ekki að borga skatta hér á landi vegna þess að þeir eru viðbúnir gengisfellingu sem er yfirvofandi í kringum 15-30% á komandi vikum.

Þeir eru búnir að veðja með styrkingu krónunnar á gömlu kennitölunni og ætla núna að taka stöðu gegn krónunni svo þeir geti grætt þúsundir milljarða (skattfrjálst) á kostnað almennings í þessu landi. Þar å meðal eru lífeyrissjóðirnir, útgerðin og bankarnir að koma sínum peningum Ä« skjól fyrir gengisfallið. Allt gert og hannað af pólitíkusum sem eru andsk sama um almenning þessa lands, svo lengi sem þeir græða milljarða í Panama. Þess vegna eiga ísl pólitíkusar reikn í Panama

.
Bankarnir, lífeyrissjóðirnir og LÍÚ múta pólitíkusum með skattfrjálsum reikn i Panama og hver stenst það? Mannlegt eðli að vilja eiga nóg af peningum. Þetta er ástæðan fyrir því að velferðakerfið er allt í molum þrátt fyrir allar auðlindir þessa lands sem aldrei hafa gefið þjóðinni aðrar eins tekjur og nú. Þegar aðeins 10% þjóðarinnar á allan auðinn og felur hann í skattaskjóli, þá er ekki skrítið að allt sé hér í molum.


Og nú ætla politíkusar enn að bæta i skattpíningu almennings með að skattleggja bifreiðaeigendur sem þurfa að keyra út úr borginni. Já þetta er eðlileg þróun þegar ekki má skerða hár á höfði útgerðarinnar, bönkunum né lífeyrissjóðunum, heldur skal bæta sköttum á bifreiðaeigendur því þeir geta allveg borgað meira.

.
p.s. Ef þú átt milljón eða meira í îslenskri krónu skaltu flíta þér að stofna gjaldeyrisreikning í þínum banka og breyta krónunum í annan gjaldmiðil áður en hann verður að engu. Swissneski frankinn hefur verið stöðugastur gjaldmiðill síðustu áratugi. En enginn gjaldmiðill í hinum vestræna heimi hefur fallið álíka og ísl krónan eða um 3000% á innan við 100 árum.

Þess vegna bogum við 100% meira fyrir allt í dag miðað við verðlag fyrir síðasta hrun, en Spánverjar, Grikkir ofl lönd borga enn það sama fyrir sínar vörur, þrátt fyrir að vera Ä« Evrópusambandinu með hina umdeildu evru.


Munaðshyggja 17.3.17

Margar stundir magnaðar

munaðshyggjan vakir

En flas er ei til fagnaðar

farðu hægt í sakir.

 

 

Útlit og innræti 17.3.17

Ýmis fagurt útlit ber

og álits besta nýtur

en er úldinn inni í sér

óþverri og skítur.


Er tækifærið gefst 16.3.17

Það er oftast aðdragandi
að því sem að hefst
og ótal margar spurningar
hvert sig beri að róta.
Best er að vera tilbúinn
er tækifærið gefst
að taka á sprett og reyna vel
að njóta.

Ást og pína 16.3.17

Ýmsir ramba æviveg sinn kaldan

svo ástleysið þar flestum leiðum spilli

því það fer eftir sanngirninni sjaldan

samkomulagið hjónanna á milli.

 

Hjón rjúka sundur og reyna til að nýju

að ráða bót á hamingjuleysi sínu

en ef þar vantar ást og frið og hlýju

allt fer á sömu leið með þraut og pínu.


Ást á byrjunarreit 15.3.17

Ekki þurfti hún

kvarta undan megurð,

ekki var hún heldur

of feit,

hún var sem opinberun,

það sá ég er á hana leit,

- já, hún var kjaftfull

af fegurð,

meðan ástin var á

byrjunarreit.


Að vera 6.3.17

Það er oftast erfitt vera

svo öllum þyki um vert

og ekki alltaf stóra málið

í rauninni hvað þú ert.

Oft má vera ennþá frekar

aðrir hvað halda þú sért.


Að tala saman 2.3.17

Ósamkomulag er ekkert gaman,

öll er lífsgatan þyrnum stráð.

Að setjast niður og tala saman

oft kann leysa flóknustu mál.


Lífslöngunin 28.2.17

7Sagt er vera í allra eðli rammt

með einhverju móti

að reyna lífs að bjarga sér

þú leitar oft langt yfir skammt

svo liggur það tíðast bara

fyrir fótum þér,


Örlagavefarinn 26.2.17

Enginn flýr sín örlögin

en á gott þó trúið

Þótt sig vandi vefarinn

verður oft garnið búið.


Skynsemin 25.2.17

Hugur manna heimsku tregar,

henni kennum flesta þraut.

- Þegar ást er annars vegar

oft vill skynsemin á braut.

 

Ei einskis vert 25.2.17

Mörgum ei gerist einskis vert

aðgát þeirra foreldra hafi sofnað.

Börn geta ekkert við því gert

á hvern veg til þeirra er stofnað.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband