3.11.2016 | 16:26
Memorí 3.11.16
Mín fínu gen 3.11.14
Sumir eru vart setjandi á vetur,
sorglegt hve margt aflaga fer.
Það hefði komið mörgum manni betur
mín fínu genin að hafa í sér...
Fegursti hljómurinn 3.11.13
Ekkert hljómar eins vel
og aumingjar sem kveina.
Höfðingjar og heldri menn
í hlátursköstunum veina.
Allra bestu öskrin fást
aumur grimmt sé riðinn,
- haldið ekki hann Sigmundur
haldi nú um kviðinn???
Sækir að efinn 3.11.13
Sáttir eru ei allir sinna mála skil
sækja vill tíðum að efinn
en allir verða að spila á þau spil
sem að þeim eru til gefin.
Láttu þig dreyma 2.11.12
Láttu þig dreyma um ljúfa daga
löngu færri sorg og trega.
Fagrar myndir fram má draga
svo fái þér liðið bærilega.
Hamingjuna í heimi við þráum,
hvers mun þó sem lottóspil.
Ekki er gleði á hverjum stráum
en oftast má þó búa hana til.
Lánið er hverfult og líf fer í svað
þótt leikið sé töktunum snjöllu.
Sértu ei réttur maður á réttum stað
og réttum tíma, skiptir þar öllu.
Í draumum má dýrðunum skarta
Drottinn þá gjöf okkur kaus.
Góðar minningar hlýja um hjarta
hamingja sú er endalaus.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2016 | 16:50
Gleðipinninn 2.11.16
Sukkið ég set ekki í bið,
sætastan tel gleðiranninn.
- Þetta á vel við
veraldarmanninn!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2016 | 14:00
Bjarni Ben fékk stjórnarumboð í dag hjá forseta Íslands 2.11.16
Ég tel að það verði varla gott veganesti til næstu kosninga hverjum sem álpast skyldi nú í stjórrn með Sjálfstæðisflokknum til að níðast á hverjum þeim landsmanni sem lítils má sín efnahagslega og að frekar sé ólíklegt að þannig sjórn verði mynduð að minsta kosti í bráðina.
Mér þykir líklegasta lausnin að Viðreisn mætti takast að mynda stjórn og að Vinstri grænir með Steingrím heitinn ræfil innanborðs og allt það hroðalega svínarí sem hann hefur forgengið með félögum sínum sé hin allra daprasta og síðasta sort er hugsast getur til nýrrar ríkisstjórnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2016 | 13:13
Memorí
Sómakær atvinna 31.10.14
Sómakæru starfi sinnir hver einn vellukkaður,
svo er það með annan að glæpum tekur létt.
Skyldi nokkur heitið geta heiðarlegur maður
sem hefur bendlað nafnið sitt við læknastétt?
Morðingjar hennar magnaða styrjöldina heyja
þeir murka litla sakleysingja sinna daga í önn.
Slíkir menn ættu hiklaust margskilið að deyja,
maklegast væri að launa þeim tönn fyrir tönn.
Og þannig ætti að brytja þá á alla sína kanta
einkum þó að sundra vel grimmdarloppunum,
og þá má ekki spara til með þessa reginfanta
þeim að henda í ruslið sem litlu kroppunum.
Hrollvekjur læknanna hræra einkalífunum í,
hampað margra lofi en þagnar helst er fúst.
Þótt leggi menn í rúmin eigi fæst gert við því,
- ekki er vandinn þeirra þótt leggi líf í rúst.
Ei þarf nokkurn undra þótt á þá falli fæðir
fúlmennskunni þjóna og miskunn setja í bönd
og auraþráin freistar svo öndum þeirra blæðir
en ólán virkar þannig að fáir fá reist við rönd.
Er svo ekki helst til bágt, hafa á þessa treysta
er heilsa fer á óvegu og raunir að þér kreppa?
En allir munu í sér bera einhvern vonarneista,
aðrir hljóti skaðann en að þeir fái að sleppa.
Sjaldnast eru iðranir hjá illmennum að finna
og að þeir lendi í Helvíti þeir óttast ekki par
og það er víst úr tískunni samvisku að sinna,
- sælast mun í Guðsríki að hitta þá ekki þar.
Það er ei alltaf vinsælt að segja sannleikann
en sagðan til að bæta líf vinarbragð tel enn.
Það er lífi varla gott að ljúga um náungann,
líknari sé hann náðugur þótt að drepi menn.
Það er ei sjaldgæf árátta af þeim bera blak
er búa þeim til ólukku og troða þá í svaðið,
þótt ættu frekar herða þeim heljarinnar tak
og halda þeim svo niðri að yfir fái ei vaðið.
Hvar skyldi vera réttlætið og hver á að gæta
að hér ei búi Djöfullinn með öll sín vígatól?
Lýðurinn þarf berjast svo úr því megi ræta
að yndislegri lífsmáti hér megi nást í skjól.
Niðurlag:
Hinir kristnu mannhundar hafa löngum atað blóði
og hetjur verið mestar er lífum á hvolfin snú.
Heiður og sæmd hinnar heilögu kirkju
var að brenna fólkið lifandi fyrir villutrú.
Heimsins þrá 2.11.13
Við uppskerum eins og við sáum
og allra er sú þrá ef við gáum,
- hamingjuna í heiminum þráum
en hún er ei á hverjum stráum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2016 | 04:53
Orðsins máttur 2.11.16
Við mann ef ég sé ekki sáttur,
seð hann með öðru en voli,
- fátt gleður fant sem veinin.
Ég trúi á að orðsins máttur
andann svo moli
sem dropinn holar steininn.
Vel blóðugar fórnir
Fátt gleður fantana meira en veinin
og færð þeim sé blóðug hver fórnin.
Íhaldið fátækum lætur mala meinin
og mikið brást illa vinstri stjórnin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2016 | 19:28
Íhaldið er aumra vandi 1.11.16
Íhaldið hefur engan skeyting
á öðru en rýmka haginn sinn.
Vonandi að verði á breyting
á vergangi reikar almúginn.
Launa er mikill munurinn
og moldviðrin títt í gangi.
Sýnir oft fólki fingurinn
flokkurinn puttalangi.
Bloggar | Breytt 2.11.2016 kl. 03:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2016 | 02:59
Hvað felldi Samfylkinguna 1.11.16
Hvað því olli að Samfylking fékk ei kosning´ sterka
eigi gat því svarað varaformannsinsnefnan
en hana felldi mest getuleysið nema til verri verka,
var því miður ekki nóg bara falleg stefnan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2016 | 16:09
Bölsót 31.10.16
Yndar mér ei á mig ræpt
og aðsókir með rangt.
Oft þá verður ansi tæpt
að ég gangi of langt.
Bloggar | Breytt 1.11.2016 kl. 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2016 | 05:44
Árni Páll af þingi. Þá er útséð með endurgreiðslu frá honum 31.10.16
Þú skertir mig skepnan þín ljóta
og skilaðir ei neinu aftur.
Það myndi best hæfa þig að skjóta,
skítbuxnaspillingarraftur!
Það verður ei ofsögum sagt
að hann sé mikil rót!
Það er mikið á marga lagt,
mega búa við þvílíkt dót!
Það elskar Mammon það er nauðabert,
það engist af græðisþrá.
Megi bölvunin fylgja þeim fótmál hvert
er fátæka níða og smá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2016 | 04:55
Ég rakst á athyglisverða röksemdarfærlu á netinu 31.10.16
Nú segja Danir: Merkilegir Íslendingar - Mótmæltu spillingu en kjósa svo sama fólkið hálfu ári síðar!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar