Tengsli 17.11.16

Tengsli snúast mann við mann,

mín er ríkust hyggja 

að hver er sæll er siði þá kann,

sér af gefa og þiggja.


Memorí

Facebook © 2016
 

Það er sitthvað að setja stefnumið en að standa við þau 15.11.16

Siðleysið sækir að víða 15.11.16

Virðist á þingi hennar komið kvöld,

klúðraðist svo illa tækifærið.

Hún hefur oss barið sem blaut og köld

tuskan, beint í andlitið.

- Samfylking ríkti hér enn við völd

virt hefði hún sín stefnumið.


Memorí af Fésbók gæti alveg eins átt við ástandið í dag 14.11.16

Að eiga ei skjól 14.11.13
Aumt er þeim sem eiga ei skjól
er illmennskan mundar sín tól.
- Það er ekkert grín
að vera svín
svona rétt fyrir jól!

 

Aumur í þey 14.11.13
Oft situr aumur í þey
við aðra er gerast menn tepptir,
- þá grætur María mey
er sá minnsti er skilinn eftir!

 

Uppá hægri hönd 14.11.16

Skyldi ekki fjármálaráðherranum Bjarna Ben vera núna nær að afnema hundraða þúsunda hækkanir til hálaunamanna á mánuði hverjum ofan á ofurlaun þeirra fyrir, miðað við almenning en að vera að berjast við að afvegaleiða miðju og vinstri flokka til stjórnarsamstarfs við sig til að halda áfram uppi ógnar misskiptingu í landinu og óréttlæti hvar sem því verður við komið? Spyr öryrkinn og gamalmennið sem ekki hefur haft aura til nauðþurfta frá stjórnvöldum landsins til fjölda ára?

Flestir uppá hægri hönd

hátt sinn munu gera.

Engin halda Bjarna bönd

bága níða og skera.


Óvæntar kosningar á Íslandi og í USA 9.11.16

Á Íslandi trúa nú fátækir Íhaldinu fyrir sínum hag,

árangur margra hugsjóna er dapurlegri vonum.

Svo virðist sem að hatt sinn megi ýmsir éta í dag,

ekki er Donald Trump að tapa kosningonum!


Memori af Fésbók 10.11.16

Einar Sigfússon

10. nóvember 2010 kl. 07:29 ·
Allir eru einstakir 8.11.10
Í veröldinni er margt til meins
en margt til stórra bóta.
- Lán er að hafa ei alla eins
ef til vill bara ljóta.

Einar Sigfússon
10. nóvember 2012 kl. 18:31 ·
Vellystingar 10.11.12
Gott er að vera vellukkaður
vínið kneifa seint og fyrst.
- Oft til kosta aumur maður
ekki á mikla sæluvist.

Einar Sigfússon
10. nóvember 2010 kl. 23:23 ·
Gerði aths. við færslu Mörtu minnar:
Ýmsum sýndi hún undir stert
afrek þó mörg færu leynt.
Oft hefur Marta góðverk gert
og geta mun því hætta seint.

Einar Sigfússon
10. nóvember 2011 kl. 16:10 ·
Að láta sér ei leiðast 8.11.11
Það er kúnst að láta sér ei leiðast
á lífsins vegi hvert sem ber um álfur.
Ætla ég þér yndið verði greiðast
ef þú ert nógu skemmtilegur sjálfur.


Heilræði dagsins 10.11.16

Sá sem vill götur greiða

Guð hefur í metum!

Látum gott af oss leiða

alltaf er við getum!


Illa gengur stjórnarmyndun 9.11.16

Ég tel nærri alveg víst að verði sem verið hefur að Sjálfstæðisflokkurinn gefur ekkert eftir af þeirri stöðu sem hann hefur verið í til að sölsa meiri og meiri auð undir ríka á kostnað þeirra smáu og almennings.

Lélegan tel ég hvern þann þingmannræfil annarra flokka sem glepst til slíkra óheilinda flokki sínum til eyðingar og ævarandi skammar en þær skammir eru orðnar furðu margar síðan ég sveitadrengurinn kaus fyrst og fór að fylgjast með í fyrsta sinn bændaflokki pabba og ömmu í pólitík, mér til mikillar angistar hvernig Framsókn lét Sjálfstæðisflokkinn nota sig til að rífa niður hag bænda hvar sem því var við komið.

Allt vill sér elítan mala

ekkert gefur Bjarni sá fjandi,

nema ef um væri að tala

aumingjum meira af hlandi.


Til stjórnarmyndunar 5.11.16

Óbermið aldrei það breytist,

ýmsum mun renna í grun

að Bjarni til stjórnar steytist

til að stimpla inn annað hrun.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband