19.10.2016 | 02:46
Spillingin í hættu 19.10.16
Píratar saman stilla strengi,
stöðva vilja glæpagengi.
Þótt íhaldsliðið nú fari frá
þá má eins vel í það spá,
hve skyldi það vara lengi?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2016 | 18:43
Flóttabörnin streyma til Íslands 18.10.16
Af hverju ætli stjórnvöld hér jafnt sem annarsstaðar bjóði ekki fölskyldum og þeim sem hafa getu og aðstöðu til þess að taka að sér þessi blessuð börn sem þvælast um Evrópu í reiðuleysi stað frá stað frekar en að hrekja þau til baka með fyrirlitningunni einni fyrir tilveru þeirra. Spyr sá er ekki veit og botnar ekki í harðneskju heimsins við bágstadda.
Bloggar | Breytt 19.10.2016 kl. 02:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2016 | 07:27
Já, Pírata tel ég nú setja niður margar keilur 18.10.16
Ég held að Píratar slái sér mjög upp með því framlagi að fara fram á skýr svör stjórnarandstöðuflokka fyrir kosningar og vona svo sannarlega að þeir sem hugsað hafa til þess að veðja á að Viðreisn, Vinstri grænir og Björt framtíð leiði þá til betri vega leggi freka Pírötum til atkvæði sín í staðin, vegna þess að þeir sýna sig á svo afgerandi hátt í því að gera gagngerar kerfisbreytingar og herja á spillinguna en ekkert mun nauðsynlegra en það til að bæta hag almennings.
Látum bara amlóðana draga lappirnar og vaða sinn reyk eins og þeir hafa svo lengi gert en veitum þeim ekki umboð til þess með atkvæðum okkar. En ég segi bara sorri Píratar þið hafið a.m.k. tvisvar sinnum tekið þátt í að níðast á mér og að ég tel brjóta svívirðilega á mér mannréttindi algjörlega að óþörfu og ég kýs ykkur ekki þrátt fyrir þetta góða framlag ykkar því þið hafið fyrirgert trausti mínu með þátttöku ykkar í níði á aumingjum.
Ég ætla að kjósa þann flokk sem vill vinna fyrir mig sérstaklega og þá bágstöddustu í svipaðri aðstöðu og ég í þjóðfélaginu sem ég ætla að séu öryrkjar og aldraðir og það er Flokkur fólksins. Ég hvet alla í svipaðri aðstöðu að gera slíkt hið sama, hvort sem hann kemst á þing eður ei þá skulum við gera okkar ítrasta til þess að svo verði:
Stígur hún við stokkinn,
stendur spunarokkinn.
Píratarnir prjóna fit,
passapíkum ógnar strit,
lengja litla sokkinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2016 | 16:08
Píratar bjóða til samstarfs í pólitíkinni eftir kosningar 17.10.16
Í gær buðu Píratar þrem flokkum með sér sem prófkjör sýna að komast muni á þing til samræðna um samstarf eftir kosningar. Einnig tæpa þeir á því að ef þeir vilji ekki núna þá fái þeir ekki kost á því síðar:
Sem þú vilt 17.10.16
Sumir vilja hraða, aðrir meta værð.
völin getur sjaldan hlutum spillt,
- viljir þú ekki þegar þú færð
þá færðu ekki þegar þú vilt.
Húmor dagsins:
Oft er spekin svo djúp
að ýmsum gerist erfitt
að ná upp í hana!
Bloggar | Breytt 18.10.2016 kl. 05:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2016 | 00:13
Fjölmiðlar taka þátt í að einangra ný framboð frá umræðu fyrir kosningar 17.10.16
Ný og fátæk framboð sem ekki hafa efni á auglýsingarherferðum og nauðsyn er að koma sjónarmiðum sínum á framfæri er gert svo erfitt fyrir með að kynna sig sem fjölmiðlar telja sig mögulega geta komist upp með.
Aðeins stærstu flokkarnir sem virðast nokkuð öruggir að komast á þing fá að koma í sjónvarpsumræðurnar dag eftir dag. Skyldu menn ekki frekar þurfa og vilja hlusta þar á nýju raddirnar og framlög þeirra til landsmála en sífelldar endurtekningar gömlu lygaranna og svikaranna í Fjórflokknum? Það er með það eins og gamli maðurinn sagði:- Það er ekki svo gott að ráða við spillinguna!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2016 | 14:22
Þar er ekki spurt um neina sanngirni 16.10.16
Nú býður sig fram Inga Snædal til baráttu fyrir
bágstadda landsmenn og marg og marg svikinna.
Þeir settu fólki 5% mörk við að komast inn á Alþingi.
Þingmenn eru ekki að spyrja um neina sanngirni
þegar þeir eru að verja sig og sína hagsmuni..
Þvílík ósvífni sem við höfum mátt líta margan dag.
Það á bara að reikna út hversu mörg atkvæði duga
hverjum manni til að komast á Alþingi og fara eftir því
Fólk á að geta sameinast um þó ekki sé nema einn
fulltrúa til að berjast þar fyrir sínum málum.
Spilligin berst fyrir lífi sínu á móti allri andstöðu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2016 | 14:25
Er ekki sömu söguna að segja í dag? - Rangkjaftar og rumpulið 15.10.12
Rangkjaftar siðleysis sækja að móðir
og snúa á rönguna flestu að ég tel.
- Það vilja allir vera gáfaðir og góðir
en gengur það bara misjafnlega vel.
Rumpulið hefur rænt mig með sönnum,
ruplað og nítt af mér stjórnarskrá,
eiðstafi brotið sem brjáluðum mönnum
blöskrar ei hót því lund þeirra er grá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2016 | 13:49
Guðsgjafirnar 15.10.16
Er ég harmaði góðu genin
er gengu mér ekki vil
minn góði faðir mælti
mér orðin sín af værð:
- Það er ekki stóra málið
hve mikið þér leggst til,
það er hvað þú gerir
úr því sem að þú færð.
Bloggar | Breytt 19.10.2016 kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2016 | 06:32
Vinstri grænir í 17% 15.10.16
Ýmsir vilja upp með spott
og endurtekning ljóta,
víða er minnið ekki gott
svo illverk fá sín njóta.
Þar til ráða er reynsla mín,
reyna að hugsa betur.
Þessi flokkur er þjóðarsvín
sem helveg leitt oss getur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2016 | 19:51
Ljósleiðari á alla bæi í Fljótsdalnum 14.10.16
Ég fékk þessar fréttir í dag og hvað eigum við að segja í Fjarðarbyggð um málið? Ég bý í Norðfjarðarsveit og þar var fyrir löngu lögð svona lína inn allan dalinn að gangnagerð milli Norðfjarðar og Eskifjarðar. Enginn kostur var mér né öðrum gefinn á spotta af þessu upp á heimili okkar. Ég kenni um alveg hiklaust gjörsamlega ónýtum mannræflum í forsvari byggðalaggsins.
Þeir voru samt endurkosnir að ég trúi með húrrahrópum í síðustu kosningum Jón Björn Hákonarson sem er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, fyrir Framsóknarflokkinn og Jens Garðar Helgason fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þessa aumingjans menn hef ég mátt berjast hér við án árangurs fyrir lífi mínu um framfærslu samkvæmt stjórnarskrá og ekkert gengið með það né aðra ábyrgð sem ég tel þá eiga að bera á því að ég fái lifað af á svæðinu.
Góðir landsmenn endurkjósið ekki yfir ykkur sí og æ alltaf sömu fantana og hafa svikið ykkur!
Bloggar | Breytt 15.10.2016 kl. 05:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar