14.10.2016 | 17:30
Ef þið eruð með heilli há kjósið þá flokk fólksis 14.10.16
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2016 | 18:29
Haffi skrifar mér 13.10.16 - Látum ekki bankana hirða allt
fyrirfram greiddar vaxtabætur, þvílík vitleysa álíka og fáfyrirfram greidd laun til 5ára og vinna svo kauplaust næstu 5 árin. Nei takk,
Nær væri að skikka lífeyrissjóðina til að byggja ódýrar íbúðir (hægt að gera með lagabreytingu) og leigja ungu fólki, öryrkjum og gömlu fólki á kostnaðarverði þannig væri hægt að brjóta niður þetta vandamál sem er að drepa alla sem eru á launum undir kr:500,000 á mánuði. Enginn tapar á því að leigja á kostnaðarverði þar sem að kostnaðar verð/ leiga greiðir upp verð eignarinnar á 30-40 árum. Þannig væru lífeyrissjóðirnir að nota okkar fé til góðs og fyrir okkur sjálf. En ekki kaupa endalaus hlutabréf og eignarhaldsfélög sem fara síðan á hausinn í næsta hruni og tapa hundruðum milljarða af okkar fé, og enginn ber neina ábyrgð, en lífeyrisþegar fá minna og minna vegna þessara glæfra fjárfestinga forsvarsmanna lífeyrisjóðanna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2016 | 11:25
Að taka í böðulsins hönd 13.10.16
Ég er alltaf tregur til að taka í læknishönd,
- ógeði veldur óhugnaður sýna minna:
Ég sé þá alla blóðuga bera við sjónarrönd,
börn að murka úr kviðum mæðra sinna.
Bloggar | Breytt 14.10.2016 kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2016 | 22:19
Svívirðingar og skammir 12.10.16
Það þarf ósvífinn mann á ósvífið lið
svo óhroða megi til hnika.
Set ég ei svívirðingar og skammir í bið
sé það stela af mér bita.
Margur hefur legið mér á hálsi fyrir það,
sem heilögu átt sé þar við kúna,
sem má ei við rumska eða reka af stað
af réttlætinu einu við trúna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2016 | 10:17
Frambjóðandi segist réttsýnn 12.10.16
Frambjóðandinn er skipar 1. sæti Samfylkingar á Norðausturlandi telur sér réttvísi helst til ágætis. Ég spyr bara ef svo er hvers vegna valdi hann að stilla sér upp með þessu liði?
Ójöfnuð og misskipting ef upp tel ég fátt,
aumingja þeir níddu mjög í klessu.
Finnst mér sú réttsýni leggjast ansi lágt
er liðsinni veitir að þessu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2016 | 01:48
Vinsti grænir líkt og skækja 12.10.16
Steingrímur Sigfússon skildi við forustu Vinstri grænna með flokkinn sem rjúkandi rúst. Þá spratt bara upp lítil og ein allra tilleiðanlegasta daman í flokknum við að segja já og amen við hverjum hans óhroða og sviksemi við land og þjóð, Katrín Júlíusdóttir sem hvítþveginn frelsandi engill og fólk mátti vart vatni halda fyrir hrifningu og vildi óðara helst af öllum landsmönnum fá hana fyrir forseta Íslands. Látið ekki gömlu svikarana blekkja ykkur eins og ég tel að þetta dæmi megi sýna glögglega! Kjósið ekki Vinstri græna þótt skipt hafi verið um andlit í brúnni. Steingrímur er þarna ennþá og til allrar lítilmennsku vís:
Vinstri grænir vildu til vellystinga sækja,
við þeir reistu Sjóvá og banka í Keflavík
en við alla fátæka voru þeir líkt og skækja
sem vill ekki leyfa það eða fara úr flík.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2016 | 18:51
Sorglegt vonbrigði sú hreyfingin 11.10.16
Samfylkingu sorglega mislukkaða ég lít,
eða svo til alveg hér um bil.
Hefur reynst full af fyrirlitningu og skít
fyrir öllum jafnaði hingað til.
Í ríkisstjórn byrjaði öryrkjana að skerða
og að fella heimilin þar sín naut hún vel.
Í Icesave barðist til brjálæðislegra gerða,
bættur væri skaði af hvarfi hennar ég tel.
Bloggar | Breytt 12.10.2016 kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2016 | 17:58
Óþokkasafn er vart lögmál 11.10.16
Er það ekki dásamlegt og eftir mörgu öðru svipuðu mikilvægt til virðingar í pólitíkinni að forseti Alþingis skuli vera dæmdur maður af Hæstarétti Íslands fyrir siðleysi og mannréttindabrot og það ekki á meiri bógum en á aumustu þegnum þjóðarinnar öryrkjum.
Þvílíkar vegtyllur hljóta eðlilega, eða er það ekki, að kalla á skjótan og mikinn frama?
Það getur vart verið lögmál
óþokkasafn á Alþingi.
Ég tel ráð í pólitíkinni
að fara að taka til.
Til þess þurfum við nýliða
er uppdikta ei lygar og svik.
Það væri mikil breyting
frá því sem fyrir var
af fyrirlitlegum aumingjum,
að merja snauða til vesældar.
Bloggar | Breytt 12.10.2016 kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2016 | 00:07
Margir reika í óvissu með atkvæði sitt 10.10.16
Það mun svo að margir eru mjög óvissir núna
hvað ráðlegast og best muni fyrir þá að kjósa.
Margir eru flokkarnir og mikið er masað en hve
mikið af manngæskunni muni á bak við hvern
og hvað hann standi við komist hann til ráða
það hefur oft klikkað illilega að treysta á það.
En hvert atkvæði sem ekki fer á Fjórflokkinn
og trúlega allt að eina með atkvæði Viðreisnar
fer ekki til spillis þó flokkurinn komist ekki að
þar er aðeina til meina, Fjórflokkurinn fái það:
Kjósirðu vinur Fjórflokkinn,
flengir hann þig betur,
- dyggðarúinn djúptsokkinn
D á listann setur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2016 | 17:42
Haffi skrifar mér 10.10.16 - Kjósum rétt
& komum í veg fyrir að peningarnir okkar verði að engu. Það sem vakir fyrir sitjandi ríkistjórn og viðreisn er að selja bankana sem fyrst. Og hverjir gætu kaupendurnir verið? Jû engir aðrir en lífeyrissjóðirnir (okkar peningar) og eins og vitað er, en næsta hrun er handan við hornið,
þó það komi ekki á morgun eða hinn. Og hvað gerist þá? Jú forustu menn lífeyrissjóðanna senda út afsökunarbréf til ellilífeyrisþega og tilkynna þeim að ,,því miður hafi þeir tapað þúsundum milljarða" og þess vegna neyðist þeir til að lækka lífeyrisgreiðslur um allt að 20-30%.
En munum að þeir eru í ,,Mafíunni/Elítunni" og fá hlut af þeirri köku sem þeir koma undan, því að þessir peningar sem fara í að kaupa bankana fara beina leið til Luxemburgar eða annara Evrópulanda og þaðan fer það beina leið til Panama þar sem þeir þykjast kaupa eignarhaldsfélög sem eru ekkert annað en skúffu fyrirtæki stofnuð með aðeins einni hugsun og það er að koma féinu undan og láta það hverfa.
Það er í okkar höndum hvernig við sköpum framtíðina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar