Á heimaslóðir 23.4.16

Ég er kominn heill á húfi

heimaslóða til.

Þótt yndið mitt ei aurar kúfi

á ég nóg svona hérumbil.

 

Að lappa upp á leður 23.4.16

Það er vandi að verka skinn

vel kunni það hann afi minn.

Það gamla til að gera sem nýtt

gegnsósaði hann vatns í bleyti,

þurrkaði svo þar til vatni hafði spýtt,

- þá tók það vel í sig feiti.

 

Úr hádegisfréttunum 24.3.16

Það að lenda í einelti

eru vandræði ekkert smá,

eru nú boðuð mátmæli

við heimilið hjá Bjarna.

Bófar tel ég að ættu hvergi

friðhelgi að fá

og fangelsi þá að geyma

öðrum helst til varna.

 

SMS 25.4.16

Oft sá karlinn æði fékk,

- ótíðarspáin er nú hér,

Setti hann þá á sumardekk,

svo veit enginn hvernig fer.

 

Yndið og armæðan 26.4.16

- Það syngur hver

með sínu nefi

en sumir kunna vart aldrei

haldið nokkru stefi.

 

Þótt ýmislegt hér kallast mætti

armæðufrekt

þá er kannski ennþá fleira

gagnstæðu í vil

og óskaplega er það annars

mikið dásamlegt

að öll þessi dýrðlegu lög

skuli vera til.

 

Kynþokki 26.4.16

Það er býsna krassandi

að eiga konu sem er sex

og karlar líta

hýrum girndaraugum

en í eðli hvers er afbrýði

sem að tíðum vex

svo að ýmsir fara

gjörsamlega á taugum.

 

Kviðarstang 26.4.16

Það skeður margt á víðavangi

er veður býður ei sút.

Hann kom á hana kviðarstangi

og kroppurinn blés út.


Viskan 22.4.16

Það er svo með viskuna

að hún göfgar, glæðir

og gerir okkur léttara

lífið marga stund.

Þakka þér viskubrunnur

vit sem að þú læðir

og leggur oss til faglega

sérhverja á lund.


Að trúa og vona 22.4.16

Oft bregður til að ástand gerist svona,

eymdin og volæðið safnast að þér skjótt.

Þá er þér dýrast ráðið að trúa og vona,

það gerast kraftaverk dag bæði og nótt.


- Rúnt eftir rúnt þeir megna að mjaka sér 21.4.16

Ætli fólk sé svo grænt yfirleitt að hrunjöxlunum hafi tekist að sannfæra það um að þeir hafi tapað öllu sínu fé og fá það þannig til að vorkenna sér takmarkalaust?

Nýjustu upplýsingar sem lekið hafa úr leyndinni og skattaskjólunum á Panama, Tortóla og víðar sambærilegu ættu að geta leiðrétt marga eitthvað sem svo hafa hugsað.

Mér skilst helst að bankar, tryggingafélög og fyrirtækin flest með auraráðin hafi verið mergsogin innanfrá til þessarra leynistaða og látin þau svo fara á hausinn eftir flutninga fjárins sem voru oftast bara tölur á blaði, stað úr stað til að hylja slóðir sínar.

Og að svo streymi þeir þaðan inní landið til fjárfestinga á ný og að lítið eða ekkert hafi gerst í kerfinu til að hindra að svona geti þetta gengið rúnt eftir rúnt.. og nýtt hrun skollið á hvenær sem er...

Og þetta tel ég allavega ekki vitlausari kenningar en að trúa á sjálfstæðis- og framsóknarflokkinn- og Fjórflokkinn yfir höfuð til eitthvað betri hátta en verið hefur.. eða að finnast bara allt í lagi hvernig þeirra fulltrúar hafa hagað sér hingað til...


Ráðríki 20.4.16

Það vilja margir ráða og ráða fyrir báða,

ráðríki er tíðast vægt til að halda fríð.

Það vill drepa neista nokkurra til dáða

er nota má til sjálfstæðis við sína hlið.


Hestaættir og litir 18.4.16

Gapir hann í gættinni

og gnístir tönnum bitnum:

- Þú ríður ekki á ættinni

og ekki heldur litnum!

 

En lundin á oft lifibrauð

í lit og ættum hrossa.

Gott er að hafa yndisauð

einhverjum að hossa.


Afmæliskveðja 17.4.16

Lífs af kæti vertu ei veill,
vættu kverkar oft um daga!
Til lukku með daginn lifðu heill,
láttu sorgir burtu vaga!

Hver mætti Birgittu betri? 16.4.16

Vor þjóð er líkust vitfirringasetri,

þar valdhafarnir níða hverja sál.

Hver má til átaka Birgittu betri

að bera mót fantahópnum stál?


Oft verður snögg um sambúðarslit 13.4.16

Að halda áfram rekstri er oft ei mikið vit

en átakafrekt er í þeim geira,

oft verður snöggt um sambúðarslit

og svo mætti vera með fleira.

 

Hún hefur verið búinn að velgja honum vel

að víðteknum núsiðum kvenna

og honum ei verið sú hugsun um sel,

halda áfram því lífi að nenna.

 

Hann skaut hana bara og sjálfan sig svo,

það sótt hafði að honum lengi.

Segir fátt af einum og eins er oft um tvo

er einir rölta saman sitt gengi.

 

Hvort fyrirmynd að sé fæ ég ekki séð

en flótti er algengust leiðin.

Hugsaðu vinur tvisvar hamri á þitt geð,

heiftin og sorgin og reiðin.

 


Leiðtogaefnið 13.4.16

Með forystublóð í frökkum huga

fer sínar eigin leiðir

og eigi ráð til ögunnar sem duga

eins þótt menn verði reiðir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 31964

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband