21.5.2016 | 20:31
Það er erfitt að berjast við skuggann sinn 21.5.16
Nú keppast fjórir samfylkingarmenn um formennsku í flokknum og um tillögur til úrbóta á slöku fylgi hans. Ein tillagan er að byggja nýjan flokk upp af rústunum af honum ef svo mætti segja.
Það er varla létt verk að vinna traust kjósenda til að endurreisa jafnaðarmannaflokk af því sama fólki og búið er að sýna af sér víðast hvar í ríkisstjórn enn meiri misskiptingu varðandi kjör landsmanna en fyrir voru og ætla ég þó að bágstöddum hafi þótt nóg um og síst á það bætandi.
Ef við rifjum aðeins upp kosningarloforð samfylkingarinnar áður en hún komst til valda þá hljóðuðu þau á þá leið að standa vörð um kjör öryrkja og aldraðra og reisa skjaldborg um heimilin.
En raunin varð önnur. Þeirra fyrstu verk voru hið gagnstæða að skerða smánar laun þeirra og hlaða umdir auðvaldið á þeirra kostnað.
Samfylkingin jafnt sem vinstri grænir köstuðu af sér öllum trúverðugleika með því að virða lítils eða einskis eða fara þvert á móti góðum hugsjónum sínum. Svona pólitík er því miður víða ráðandi og ég vil kalla hana sora mannlífsins...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2016 | 17:24
Í fegurstu mynd 21.5,16
Lífið er hverfullt og fer allt sem fer,
fagnaðu öllum þeim ljóma er að ber.
Að geta tekið hverjum eins og hann er
er ástin í fegurstu myndinni af sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2016 | 16:35
- Gott að svífa ofar öllum öðrum, skrifa Haffi 20.5.16
Á hvaða skýi svífur fjármálaráðherra? Að halda því fram að kaupmáttur nú sé hærri en árið 1990 og að verðbólga sé í sögulegu lágmarki, en hvað með vextina?
Eru þeir í sögulegu lágmarki í takt við lága verðbólgu eins og í Englandi, þar er verðbólga svipuð og hér en vextirnir um 2% en eru hér yfir 13% sem gerir öllum með laun undir kr:700,000 á mánuði ómögulegt að fá greiðslumat til kaupar á íbúð/fasteign að allt að 30millj kr. Sem ætti að vera öllum kleift sem vinnur 100% starf. En þar er langur vegur frá. Þess vegna spyr ég á hvaða skýi svífur háttvirtur fjármálaráðherra?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2016 | 05:18
Sporin 16.5.16
Heimskunnar prófíll er oft heilmikil raun
sem harla smátt tíðum oss gefur.
Svo fremi sem í honum enginn botni baun,
bærilega sagst tekist hefur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2016 | 11:28
Skíta pólitík - Haffi skrifar meira sama dag
Það er ekkert skrýtið þó ekkert breytist í þessu þjóðfélagi þegar almenningur refsar aldrei þeim seku, eins og Svíar gerðu þegar upp komst um Nordea bank þar í landi hafði milli gengið milljarðakróna skatta undanskota til aflandsfélaga fyrir Elítuna þar í landi.
Ef Íslendingar væru ekki svona skíthræddir þá væru þeir búnir að yfirgefa Landsbankann vegna þess sama sem þar hefur farið fram undanfarin ár þ.e.a.s. Hundruðum milljarða komið undan til skattaskjóla sem kostað hefur okkur almenning blóð svita og tár vegna þess að þessir svikarar vilja ekki eiga íslenskar krónur, en gott að geta keypt hana á sportprís þegar þeir vilja kaupa upp fasteignablokkir og fá fyrirtækin í landinu á silfurfati.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2016 | 11:21
Altanibræður 8. apríl _ Haffi skrifar mér línur
Lá svona mikið á að koma þessum mönnum út í þjóðfélagið að breyta varð lögum á einni nóttu og það strax og hengja á þá sokka bönd og gera enn minna úr okkur almenningi sem hélt að þessir menn fengju loksins makleg málagjöld gerða sinna.
Nei þeim er bara sleppt og þeim sennilega sagt að gera þetta ekki aftur. Fyrst svona er komið tel ég rétt að breyta nýja fangelsinu á Hólmsheiði í Hótel og sleppa öllum föngum sem sitja nú þegar í fangelsi.
Við höfum ekkert með fangelsi að gera fyrst þau eru bara ætluð almennum borgurum en ekki hvítflibbaglæpamönnum, eða eiga ekki allir að sitja við sama borð?
Spillingin í stjórnkerfinu er svo langt fyrir neðan allar hellur að það nær ekki tali..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2016 | 05:46
Allur er varinn góður 30.4.16
Oft læða karlarnir limum í leista,
það er ekki tittlingi að treysta
er tengdur er réttsköpuðu eista!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2016 | 05:05
Klapp á öxlina 29.4.16
Ef þú vilt vera varkár
þá klapparðu aldrei konu,
kynferðislega áreitiskæru
það getur leitt af sér.
Það er alveg ótrúlegt
að eiga slíkt í vonu,
- ekki er allur andskotinn eins
ég segja skal þér.
Bloggar | Breytt 22.5.2016 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2016 | 00:11
Misskipting 29.4.16
Til ríkra siglir oft fyrsta fley
og í fleiri ei verið að spá
en þá er sögð gráta María mey
er sá minnsti er settur hjá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2016 | 06:15
Í ökla eða eyra 27.4.16
Oft ég lýsi lífi í stöku,
- lundin reikar til og frá
að allt sé nú í einni köku
eða frábært til að sjá.
Bloggar | Breytt 30.4.2016 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar