5.4.2016 | 23:47
Sami grautur í s-mu skál - Haffi skrifar 5.4.16
Sjá Gunnar Braga í fréttum í gær þar sem hann varði Simba með kjafti og klóm í erlendum fjölmiðlum. Þetta er svo skammarlegt fyrir okkur sem þjóð að nær ekki tali.
Þótt Gunnar vilji verja vin sinn, þá hefði hann betur sagt í þessu viðtali að hann gæti ekki tjáð sig um þetta mál fyrr en heim sé komið og búinn að kynna sér það betur.
Þurfum við svona fugla sem koma okkur ã kortið fyrir það að verja skattsvikara sem felur sig undir pilsfaldi konu sinnar?
Bloggar | Breytt 7.4.2016 kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2016 | 22:37
Auður og völd 5.4.16
Þær hófst snemma kvöldfréttatíminn í dag og talað um þær langt fram eftir kvöldi. Þar voru aðalfréttirnar að Sigmundur Davíð bauð flokk sínum að stíga til hliðar fyrir varafornninum Sigurði Inga en hann yrði áfram þing- og formaður flokksins og sama stjórnarsamstarf héldi áfram að öðru leiti óbreytt.
En fjöldamótmæi héldu áfram fræa kl 17 í dag og fólk ekkert á því að sætta sig við: - að skipta bara um stöðu og jakka eins og einn stjórnarandstæðingurinn á Alþingi sagði við fréttamann.
Auðvaldsherrunum höfum við kynnst
og hylmingunum baki tjöldum,
- það er alveg sama hvað fólki finnst
fái þeir bara haldið völdum.
Bloggar | Breytt 7.4.2016 kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2016 | 11:20
Samferðamenn 5.4.16
Pútín er sagður mikill sileysingi,
Sigmundur heimsmet slá í lygarokki,
pissudúkkur pínlega liðið á þingi.
og Panamastjórn í sama gæðaflokki.
Bloggar | Breytt 7.4.2016 kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2016 | 04:35
Ýmislegt menn bera á borð 5.4.16
Ég trúi því að lagaprófosorinn sem mætti í sjónvarpsþáttinn í gærkvöldi með Guðna Th hafi ekki vitað nógu vel um vald forseta Íslands. Henni var í mun að telja okkur trú um valdleysi hans um þingrof.
Svanur Kristjánsson prófisor segir okkur nokkuð annað og meira um þá hlið málsins og m.a. þetta:
,,Ýmsir fræðimenn og álitsgjafar telja að forseti
Íslands sé að koma heim til verða áhorfandi !!
Þá gleymist að forseti Íslands getur t.d. komið
fram þingrofi með því að skipta um forsætisráðherra".
- Það mætti kalla að kveðja embættið með stæl ef hann gerði það!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2016 | 01:21
Haffi skrifar áfram - Sitja og skammast sín ekkert 4.4.16
Erlendis fóru ranskóknarteymi skattranskókna og gerðu innrás í banka og stofnanir og einnig stendur til að sekta og ákæra þá sem uppvísir að eiga aflandsreikninga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2016 | 01:15
Siðleysið ríður í rassa 4.4.16 - Haffi sendi línur
Siðblinda er ólæknanleg og þeir sem þjást af þessum sjúkdómi hafa aldrei gert ,,neitt rangt" og þess vegna skilja þeir sem sitja nú á kvíjabryggju ekkert í því hvers vegna þeir eru látnir dúsa þar..
Siðleysi íslenskra stjórnvalda virðast engin takmörk sett, nú er komið á daginn að helstu stjórnmálamenn landsins eiga og reka umfangsmikil fyrirtæki og Viðskipti í gegnum aflandsfélög og skattaskjól.
Siðleysi og siðblinda (ólæknanleg)
Og er ekki skammarlegt fyrir okkur Íslendinga að ,,þjóðin" er sögð eigandi að Landsbankanum? Sem er einn stærsti eigandi hans og hefur staðið fyrir stofnun aflandsfélaga í skattaskjólum fyrir þá sem eiga peninga sína.
Á meðan almenningur er píndur til hins ýtrasta til greiðslu skatta og vsk. Nær hefði verið að vsk væri flatur 10-15% og tekjuskattur jafn við fjármagnstekjuskattinn, þá væru menn ekki að reyna að koma milljörðum undan og svíkja undan skatti.
Gott að sjá að það eru stjórnmálamenn sem eru að stunda þessi Viðskipti og gaman verður að sjá hvort þessir menn fái sýnar sektir og fangelsisdóma eins og hver annar meðaljón. Eiga ekki allir að setja við sama borð?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2016 | 11:45
Skálkar 4.4.16
Sigmundur takta tekur snjalla,
tannhvöss gerist kjaftaglíma.
Mörg eru nú sögð metin falla
mestu skálka allra tíma.
Það er svo greinilegt í hádeginu nú daginn eftir að ósköpin gengu á að Sigmundur þykist búinn að ná aftur vopnum sínum og ber sig mannalega sem aldrei fyrr og segist ekki hafa hugsað sér að segja af sér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2016 | 19:14
Ísland að athlægi eina ferðina enn um allan heim 3.4.16
Nýafstaðinn Kastljóssþáttur nú kl. 18 ku sýndur á 100 sjánvarpsstöðum um allan heim. Skyldi ríkisstjórnin standa af sér og halda velli sem að ekkert sé eðlilegra þrátt fyrir öll ósköpinn sem þar koma fram og það svart á hvítu með fylgiskjölum og öllu tilheyrandi?
Enginn bilbugur var allavega á stjórnarsetu þeirra er fram komu eftir þáttinn og ekkert bólar enn eftir miklar umræður áður komnar á afskiptum forseta Íslands til að leysa upp ríkisstjórnina sem hún gerir vart af sjálfsdáðum svo gjörsamlega siðlaus andlit sem þar hafa sýnt sig hingað til.
Mér finnst að til hefðu þurt að vera ráð fyrir þjóðina að fella þessa ríkisstjórn fyrir löngu síðan fyrir óhugnanlega og ósanngjarna misskiptingu í launamálum
og þykir sorgleg staðreynd ef Sigmundur og stjórn hans sligast loksins frá völdum fyrir einkafjármál sín og að það risti dýpra til saka í siðleysisvitund þjóðarinnar og forsetans
en svelti heilbrigðiskerfisins og lögbrot og níðherferð varðandi launahækkanir aldraðra og öryrja miðað við aðra launahópa í landinu.
Vor þjóð á lítið annað en þrælsótta í boði
og þess ei að vænta að stríð sé á næsta leiti.
Stjórnin mun hanga eins og hundur á roði
og hrægammar kroppa áfram sjái þeir í feiti.
Bloggar | Breytt 4.4.2016 kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2016 | 05:29
Haffi skrifaði mér - Handónýtt skattkerfi 1.4.16
Hvernig ma það vera að eignir ríkisins séu seldar í lokuðu ferli? Það segir sig sjálft að þar eru menn að koma undan eignum til sín og sinna vandamanna. Svona lagað ætti að vera alvarlegt lögbrot og fangelsisvist ætti að liggja að baki slíkra athafna. Einnig ætti að leggja niður Fjármálaeftirlitið, það gerði ekkert gagn fyrir hrun og er enn að gera ógagn og kostar Ríkisjóð hundruð milljóna/milljarða á ári.
Aldrei læra forráðamenn/þingmenn á fyrri reynslu og eða af reynslu annara þjóða. Við virðumst vera svo miklir molbúa menn að þurfa að finna upp hjólið í hvert sinn...
Frábært ef skattaskjól eru allt í einu orðin lögleg, þ.e.a.s. Að þar séu menn ekkert endilega að svíkja undan skatti, en séu samt að borga lægri skatta ,,löglega" frekar en að geyma féð hér heima.
Nú eru sömu menn að láta elta uppi smá skattsvikara á Íslandi, fólk sem er að reyna að ná endum saman og gerir það allt hér heima.
Ég held að nú sé rétti tíminn fyrir venjuleg fyrirtæki að opna reikninga á Jómfrúar eyjunum og borga þar lægri en löglega skatta og þurfa þá ekki að láta taka sig í bólinu hér heima fyrir vegna skatta undanskota.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2016 | 21:08
Stefnur, reglur og framkvæmdir 31.3.16
Það vantar ekki stefnur, reglur né rövl
þó ráðgert sé oftast að gera ekki neitt,
eða þá þvert á móti.
Nú þjóðinni flökrar og birtist oss bölv,
bófar þótt ástandið segi ekki leitt
og óþarfa að öllu blóti.
Hvað konurnar eigi það komi engum við
og kjaftháttur allt talið um siðleysið.
Bloggar | Breytt 1.4.2016 kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 31964
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar