Klukkan og tíminn 31.3.16

Það er árla risið á Akureyri

ýmsir þumbast í skóla og vinnu,

dagsins hefja ferlið fleiri,

flón mörg hafa líka sinnu.

Klukkunni seinka á vetrum ég vil

svo verði fyrr bjart að morgni til.


Það gengur betur næst 30.3.16

Illa ræðst við bófa og brjálaða menn,

berserkjasálin mörg svífur um glæst,

fólkið í hástemmu klappar þá upp enn

í eilífðartrú að þeim gangi betur næst.


Vísir menn hafa talið að bara um 5% þjóðarinnar séu ekki vanþroskaðir fávitar en aðrir hafa þó talið það enn minna eða aðeins vera um 3% 2016

Mikið ósköp og skelfing er þjóðin vangefin að miklum meirihluta að ég tel er hefur kosið Fjórflokkinn til trúnaðarstarfa fyrir sig kosningar eftir kosningar árunum saman, hvernig sem hann hefur svikið það í störfum sínum eða því sem hann gerir ekki.

Svo er það bara hver lýgur mest og best til viðbótar við fyrri lygarnar sem fær endurkosningu í hvert eitt sinn og öll svik þeirra eru sem grafin og gleymd.

Það er eins og það örli ekki hjá þeim á nokkrum skilningi á því sem löng saga segir um að sama sagan endurtaki sig alltaf aftur og aftur.

Þetta fólk hefur eins og oft hefur verið sagt um það ekki meira vit en til daglegra þarfa: þ.e.a.s. Éta míga og skíta og ástand þjóðar og þjóðarvitundarinnar því auðvitað mestmegnis öll á sömu lund!

Þögn og blaður 30.3.16

Oft er mikið í orðin lagt

svo ýmsum verði að táli.

Þó er oft það sem er ósagt

sem að öllu skiptir máli.

Ég tel að upphlaupið núna út af fjármálaóreiðu ráðamanna geti talist smámunir sem komi sér vel til að beina athygli frá öðru enn verru eins og t.d. að níða niður í skítinn launamál aldraðra og öryrkja og heilbrigðiskerfis.   


Bjúdýgæ 29.3.16

Þær kalla mig Einar ,,bjúdýgæ“
en útlenskuslettunum þeirra
skilið í lítt ég fæ
en það mun þó aðalatriðið
að aðrir fái skilið í því,
þessvegna ég festi það á blað,
eða var þetta nú óskadraumur
aðeins að ríða í hlað?
Ég er nú kannski ekki alveg
óhultur með það.

Hverjir fengu forðað fé sínu? 29.3.16

Tortólageymslumátinn ei flýgur fljótt,

flesta landsmenn mun nú eftir lengja.

Orðinu á götunni er ekki rótt:

- Er ekki kominn tími til að tengja?


Sigmundur sittu kjurr 27.3.16

Siðleysi er ýmsra sæmdarkýr

er situr oft fast á stóli.

Í Sigmundi Davíð seiglan býr,

sukksamur er hans skóli:

 

Sigmundur á tortóla vildi

tryggja sér draumana,

trúði ei að nokkur skyldi

skyggnast í saumana

en stundum geta örlögin

tekið í taumana.

 

Það brast á hrunsins kreppa

og bófasafn vildi hann hreppa

til að reisa við framsókn

fengi eitthvað bjargað því

og moka aðeins fulla flórinn 

sem fékk Halldór safnað í.

 

Allir virðast skálkar hér

siðleysi og glæpum tjalda

er seilast hér sem nokkru

nemur, til valda

og hví ætti nú Simundur

frekar en allir hinir

í einhverju fá að gjalda?

 

Þingmenn hér hafa hingað til

getað haldið sínu starfi

og otað að vild sínum tota

í hinu opinbera kerfi

þrátt fyrir svæsna dóma

siðleysis- og mannréttarbrota.


Misyndismaðurinn 26.3.16

Það sýnist nú syndurum galið

að Sigmund sé verið að víta

en margt er í myrkrinu falið

sem mætti ögn ljós fá að líta,


Spilling og glæpir eiga sér engin takmörk 25.3.16

Ég vil meina að ótrúlegt sé að aðrir af hinum hroðalega glæpavaðli Fjórflokksins en Sigmundur Davíð hefðu reynst þjóðinni nokkuð betur en hann í uppgjöri bankanna þó auðvitað hafi hann átt þar mjög erfitt um vik.

Ég trúi líka að fólkið hefði ekki kosið hann til þessara starfa sem frelsandi þjóðhetju hefði hún vitað það sanna um fjárhagsástæður þeirra hjóna.

Ég tel það líka nánast sem að trúa á jólasveinana að trúa því að meiri hluti Alþingis bregðist nokkurntíman við með heiðarlegum hætti svo sem að víkja forsætisráðherra vegna trúnaðarbrests við samfélagið, hvernig svo sem hann myndi koma fram við almúgann.

Þótt bíði nú sem boli höggs

berrassaður snáðinn,

þingi vart svo reisist rögg

að rassskellt verði bráðin.


Sjávarútvegsráðherrann

Hann er drulluháleistur

og honum skyldi ei trúa

en svo helvíti háreistur

er hamast við að ljúga.


Hjúskaparsaga Önnu litlu 17.3.16

Af honum oft ég hef fengið meira en nóg,

ekkert stóð er mælti hans kjaftur.

Ég bráðnaði alltaf er hann brosti og hló,

svo byrjaði sami leikurinn aftur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 31964

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband