21.10.2014 | 14:56
Fullkomnunarárátta 21.10.14
Þetta að verða fullkominn
farsælt má þér strikið
og mörgum er sú köllunin
bæði merk og sterk
en lát bara ekki áráttuna
angra þig of mikið
þá er hætt þér farnist svo
að koma engu í verk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2014 | 11:58
Ást 21.10.14
Ást verður til
þá yndi leikur stefið,
- enginn vinnur spil
ef að aldrei er gefið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2014 | 21:33
Skinnið sem sinnið 20.10.14
Margur í anda virðist veill
og veltir sér í mæðu.
Gott er að vera í hugsun heill
og halda góða ræðu.
Margur í anda virðist veill
og veikur í sínu skinni.
Gott er að vera í hugsun heill
og hampa glöðu sinni..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2014 | 16:40
Á biðilsbuxum 7.10.14
Að skegg þá prýði piltar hugs´um
þótt pirrist af mörg kona
en gömlum manni á biðilsbuxum
bágt er að ganga svona.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2014 | 00:57
Af spakmælum Svarra 7.10.14
Það eru allir kettir góðir
meðan þeim er strokið
en gældu ekki við naut
þú veist aldrei hvenær
það snýst á móti þér!
Kristindómur Íslendinga 2014
Kristindóm vér kennum best
er konunnar blóðgast nári.
Líknarar fólk hér myrðir mest,
- meira en þúsund börn á ári.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2014 | 13:55
Morgundagurinn 3.10.14
Það hefur enginn morgundaginn valdi sínu á
og ei því gott að vita hvað þá muni henda.
Hann settist upp í rúminu og horfði út í blá,
hugleiddi að dauðastríðið mætti vera á enda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2014 | 16:06
Til hamingju að veita 30.9.14
Að lifa og margfaldast biblían bíður,
bágt er þó mörgum sem láta það heita.
Taktu fyrst dömu er huga þinn hrífur,
hún má þér frekast til hamingju veita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2014 | 16:08
Að leika lík 22.9.14
Ég var að horfa á bíómynd með Stíven Sígal í fyrrakvöld þar sem kíkt var á andlitin í pokunum áður en rennilásar voru dregnir fyrir og pokarnir bornir út og var þá hugsað til leikaranna í þessum hlutverkum:
Oft gerast ævintýrin slík
að yndi oss frá vill þoka.
Það er óhugnanlegt að leika lík
lokaður niðrí poka.
Bloggar | Breytt 25.9.2014 kl. 04:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2014 | 08:27
Þess yndis nýtur 9.9.14
Það er sem lýsi upp af ásjónu
þess yndis nýtur á kvöldum.
Það er ofaukið þriðju persónu
þegar ástin situr að völdum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2014 | 18:17
Húmorsleysi 7.9.14
Gasprið og spaugsyrðin ganga til enn
en gleðin fær oft setið á haka.
Það gefst tíðum illa við alvörumenn
sem óðara grípa til raka.
- Húmorinn er af einum illa þeginn
þótt annar verði feginn.
Bloggar | Breytt 8.9.2014 kl. 04:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar