Að eyða ævinni 24.5.14

Ei veit ég hvort viska sú styðjist við rök

en víst hef ég hugann að leitt

að betra sé að eyða ævi sinni í mistök

en að eyða henni í ekki neitt.


Peningar, lukkan og dáðin 22.5.14

Það gengur flest fyrir peningum,

fáir þú aura mörg skapast ráðin

en lífið er líkt og kasta teningum,

þar lukkan gildir meiru en dáðin.


Einarar 20.5.14

Sjaldan er af Einörum of mikið,

oft þó lögmál hafa sitt frávikið.

Mætti tíðum minna vera spikið,

margir vilja lenda yfir strikið.


Forlögin 19.5.14

Flestum er framtíð sem glýja

er fá þeir í gegn ei séð.

Óhægt mun forlög að flýja

þó falli ekki vel í geð.


Samsláttur 17.5.14

Hann er ei við sinnuna sáttur

sækir hún lítt að konum,

- það ku hafa orðið samsláttur

í stýrikerfinu á honum.


Eitthvað að hjá öllum 14.5.14

Flestir kostum fæðast snjöllum

þó fáist tíðum ekki við þá sátt,

-  það er eitthvað að hjá öllum,

lýsir sér bara á misjafnan hátt.


Bitist við valdhrokann 14.5.14

Ljóð þetta er um fyrirfram gefna niðurstöðu flestra deilna er snauðir

menn mega gefa sér er sækja vilja rétt sinn í hendur auðvaldsins:

Mál þetta ræði eg meira varla,

- valdhrokans ei linast spanið.

Að bítast við bófa og litla karla

ber oss niður á lægsta planið


Allt er í genunum 13.5.14

Ýmsir eru í volli að heilu sem hálfir

og oftlega bendlaðir stöðugu fári.

Menn gefa sér ekki alltaf allt sjálfir,

allt er í genunum, segir hann Kári.


Heldri menn stórfyrirtækja 13.5.14

Heldri mennirnir hugsa smátt,

heiðri er sjaldan að þeim veitt.

Af fátækum þeirra gleypir gátt

er greiða vill svo helst ei neitt.

Í stjórnir vaða valdsins fantar

er velvilja allan tíðast vantar.


Örlæti og nánasarháttur 13.5.14

Til örlætis best fæ ég séða

eignasöfnum hafa á vara

ei er nóg að eyða og spreða

einnig þarf líka að spara

en nánasir flesta vegi varða

og veita oss kosti harða.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband