Kvörtun í gamla daga 16.11.17

Þú keyrir svo hratt að dalurinn

er allur í einu ryki.

Ég hata þig og helst mig langar

að berja þig með priki.

Í gamla daga þegar ég var ungur var helsta keppikefli ungra ökuþóra er komust á góðar drossíur að keyra svo hratt eftir sveitinni að reykjamökkurinn slitnaði ekki frá Skorrastaðarhæðinni og þar til bíllinn hvarf upp fyrir Skuggahlíðarsneiðingar, það er fyrsta brekkan úr dalnum til Oddsskarðsins...


Í morgunsárið 15.11.17

Mörg er spekin mæta góð
er maðurinn apar tíðum,
orðin renna eina slóð
oft í miðjum klíðum.
 
Það er sagt um suma
að hæfi kjaftur skel
og syndin hafi
langar og djúpar rætur
ei verði feigum forðað
né ófeigum komið í hel
og fallnar ástir
grátnar séu um nætur

Samsæri stjórnmálanna 14.11.17

Útilokaður frá stjórnarmyndunum 2017

Hver skyldi á þingsetu helst arka frjáls

til að handleika ræningjager?

Sigmundur ber þar yfir herðar og háls

svo hátt yfir og vítt er sér,

- en því mátti hans sjórnarferill fjúka

að fór svo illa með gamla og sjúka.


- Allir þurfa að gefa eitthvað eftir 14.11.17

Kannast ekki allir við þessa setningu að loknum stjórnarmyndunum?  En hvað skyldi nú það vera sem alltaf hefur verið gefið eftir, allavegana svo lengi sem ég man til  orðinn 75 ára að aldri.

Það eru mjúku málin sem lofað hefur verið af hverjum sem betur hefur getað fyrir kosningar, til að veiða atkvæði stórs hluta þjóðarinnar í helgreipum fátætar í landinu og engin meining var á bak við um að standa við.

Svo merkilegt sem mörgum kann kannski að finnast hefur þetta gilt fyrir Vinstri jafnt sem Hægri stjórnir svo oftast eða jafnvel alltaf hefur ekki mátt milli sjá hvorir fantarnir væru hinum verri eða betri.

Skyldi ekki óhugnað leggja að æði mörgum með þær þreifingar sem nú eru í gangi við að koma saman ríkisstjórn? Skyldu einhverjir trúa á að breytinga sé að vænta á þessu stóra og langvarandi vandamáli?

Ekki fær syndin að sofa,
siðleysið magnast nú heldur.
Vinstri græn vændinu lofa,
varla hátt Sjallinn það geldur.

Tunnan valt og úr henni allt

ofan brekku háa.

- Ljúft er þegar lán er falt

listagyðjan smáa.


Vændiskaup 14.11.17

Ég tel augljóst mega vera

eins og dæmin sanna

að yndisleikinn víða

sé borinn fyrir bý.

Það kostar meiri vandamál

vændiskaup að styggja

en vel þau láta blómstra

þjóðfélögunum í.


Af speki Svarra 13.11.17

Víst er svo að heimur býður

brambolt margt og tál

og bófar munu flestu í heimi

stjórna miklu lengur.

Það mun býsna erfitt

að vera viðkvæm sál

og vandamál því fylgja

að skynja meira en gengur.


Fáránlegt geim 12.11.17

Sjalla og Framsókn legga lið,
líst mér fáránlegt vera geim
en enn þá skakkara skjóta við
að skríða upp í fangið á þeim.

Hamingjumarkaðurinn 11.11.17

Mikilvægt er að vændi sé nægt
þótt vilji um fáir raupa.
Skyldi ei vera í Helvíti hægt
hamingju sér að kaupa?

Guð láti gott á vita 11.11.17

Þetta finnst mér nú vitrænasta krafa sem ég hef heyrt eftir VG Sagt var í fréttunum að varaformaður VG hafi gert kröfu um það að Bjarni Ben fengi ekki ráðherrastól í stjórnarmynduninni sem þau eru núna að reyna með Sjöllum og Framsókn. En þá mætti spyrja: Hversvegna ætti ekki að útiloka Steingrím J. líka? Eru þetta ekki bersyndugir menn varðandi hrakmennsku og illa meðferð á öllum sjúkum og minna megandi í þjóðfélaginu?


Hvað er dýrð ef ekki þetta?

Enn lætur forsetinn Katrínu VG hafa umboð til stjórnarmyndunar og nú ku hún manga til við framsókn og sjalla:

Er þetta ekki dásamlegt? 9.11.17
Þeir eiga gott sem til einhvers hafa að hlakka.
Hver vill ekki farsæld og gleði í einum pakka?
Nú sést glitta á blessuð jólin og gjafirnar fínu,
– en góðu er þær koma sendið mér þá línu!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Nóv. 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband